Barnabarn Grace Kelly opnaði sýningu Chanel

Tískuvikan í París | 25. janúar 2022

Barnabarn Grace Kelly opnaði sýningu Chanel

Charlotte Casiraghi var glæsileg á velli þegar hún reið inn tískusýningapallana fyrir Chanel þegar tískuhúsið sýndi haute couture línu sína fyrir vor og sumar 2022. Hún á ekki langt að sækja glæsileika sinn því hún er barnabarn Grace Kelly heitinnar, dóttir Karólínu prinsessu af Mónakó.  Sýningin fór fram í dag og var ekki bara mikið lagt í hönnun tískulínunnar heldur var umgjörðin afar heillandi. Casiraghi var í svörtum Chanel-tveedjakka með glitrandi þráðum og þröngum reiðbuxum og að sjálfsögðu með hjálm. 

Barnabarn Grace Kelly opnaði sýningu Chanel

Tískuvikan í París | 25. janúar 2022

Charlotte Casiraghi var glæsileg á velli þegar hún reið inn tískusýningapallana fyrir Chanel þegar tískuhúsið sýndi haute couture línu sína fyrir vor og sumar 2022. Hún á ekki langt að sækja glæsileika sinn því hún er barnabarn Grace Kelly heitinnar, dóttir Karólínu prinsessu af Mónakó.  Sýningin fór fram í dag og var ekki bara mikið lagt í hönnun tískulínunnar heldur var umgjörðin afar heillandi. Casiraghi var í svörtum Chanel-tveedjakka með glitrandi þráðum og þröngum reiðbuxum og að sjálfsögðu með hjálm. 

Charlotte Casiraghi var glæsileg á velli þegar hún reið inn tískusýningapallana fyrir Chanel þegar tískuhúsið sýndi haute couture línu sína fyrir vor og sumar 2022. Hún á ekki langt að sækja glæsileika sinn því hún er barnabarn Grace Kelly heitinnar, dóttir Karólínu prinsessu af Mónakó.  Sýningin fór fram í dag og var ekki bara mikið lagt í hönnun tískulínunnar heldur var umgjörðin afar heillandi. Casiraghi var í svörtum Chanel-tveedjakka með glitrandi þráðum og þröngum reiðbuxum og að sjálfsögðu með hjálm. 

Virginie Viard hannaði línuna fyrir Chanel en hún hefur starfað lengi hjá tískuhúsinu. Hún hóf störf 1987 en fór svo í  stutt stopp til Chloé tískuhússins en kom svo aftur og var ráðin yfirhönnuður þegar Karl Lagerfeld heitinn féll frá. Hún hefur verið yfirhönnuður Chanel síðan 2019. 

Viard segir að hönnun á umgjörð sýningarinnar sjálfrar hafi komið frá hönnuðinum Xavier Veilhan. Hún segir að sviðsmynd hans hafi minnt hana á Karl Lagerfeld heitinn. Þegar Veilhan hafi stundið upp á því að vinna með Charlotte Casiraghi þá hafi þetta allt smollið saman. 

Tískulínan sjálf er ekta Chanel. Þar er hinn klassíski tveed-Chanel-jakki orðinn afar aðsniðinn og hentar vel fyrir þær sem vilja sýna mittislínuna. Þessir vel sniðnu jakkar fara vel við síð pils, víðar tveed-buxur eða pils sem ná um það bil 10 cm fyrir ofan hné. 

Hluti af línunni minnir á óneytanlega á árin í kringum 1980 en svo er tvist frá árunum í kringum 1920 eða um það bil sem Gabrielle Chanel var að stíga sín fyrstu skref með tískuhús sitt. 

Virginie Viard á tískusýningunni í dag.
Virginie Viard á tískusýningunni í dag. AFP
AFP
AFP
mbl.is