Lögreglan rannsakar sóttvarnabrot í Downingstræti

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Lögreglan rannsakar sóttvarnabrot í Downingstræti

Lögreglan í London hefur hafið rannsókn veisluhöldum í Downingstræti 10 í kórónuveirufaraldrinum. Cressida Dick, yfirmaður hjá Lundúnalögreglunni, staðfesti það í samtali við BBC að verið væri að rannsaka hugsanleg brot á sóttvarnareglum í Downingstræti og Whitehall, frá árinu 2020 og til dagsins í dag.

Lögreglan rannsakar sóttvarnabrot í Downingstræti

Kórónuveiran Covid-19 | 25. janúar 2022

Hafin er lögreglurannsókn á veisluhöldum í Downingstræti.
Hafin er lögreglurannsókn á veisluhöldum í Downingstræti. AFP

Lögreglan í London hefur hafið rannsókn veisluhöldum í Downingstræti 10 í kórónuveirufaraldrinum. Cressida Dick, yfirmaður hjá Lundúnalögreglunni, staðfesti það í samtali við BBC að verið væri að rannsaka hugsanleg brot á sóttvarnareglum í Downingstræti og Whitehall, frá árinu 2020 og til dagsins í dag.

Lögreglan í London hefur hafið rannsókn veisluhöldum í Downingstræti 10 í kórónuveirufaraldrinum. Cressida Dick, yfirmaður hjá Lundúnalögreglunni, staðfesti það í samtali við BBC að verið væri að rannsaka hugsanleg brot á sóttvarnareglum í Downingstræti og Whitehall, frá árinu 2020 og til dagsins í dag.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur fyrir að hafa sótt veislur meðan á hörðum samkomutakmörkunum stóð og þar með brotið sóttvarnareglur. Þingmenn úr hans eigin flokki eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir afsögn forsætisráðherrans vegna málsins

Mætti í eigin afmælisveislu

Dick sagði að ákveðið hefði verið að hefja rannsókn vegna upplýsinga sem bárust í frá Sue Gray, sérstökum saksóknara, sem hefur verið með veisluhöldin til rannsóknar. Sú rannsókn mun jafnframt halda áfram en búist er við að skýrslu vegna málsins verði skilað fljótlega. Þó sé hugsanlegt að hún tefjist vegna lögreglurannsóknarinnar.

Í gær var greint frá því að fleiri veislur hefðu verið haldnar í Downingstræti meðan á útgöngubanni og hörðum samkomutakmörkunum stóð vegna faraldursins. Johnson hefði verið viðstaddur óvænta afmælisveislu sem haldinn var honum til heiðurs þann 19. júní árið 2020. Allt að 30 manns mættu í veisluna, sem eiginkona hans, Carrie Johnson, mun hafa skipulagt. Á þeim tíma voru hins vegar samkomur innandyra bannaðar og einungis sex máttu koma saman utandyra.

Talsmaður Downingstrætis hefur staðfest að veislan hafi átt sér stað en að forsætisráðherrann hafi aðeins verið viðstaddur í um tíu mínútur.

Einnig var greint frá því að Johnson hefði haldið veislu fyrir fjölskyldu og vini þetta kvöld, í tilefni afmælisins, en talsmaður Downingstrætis sagði hann einungis hafa boðið fjölskyldunni til veislu utandyra í samræmi við þágildandi reglur.

Sjálfur hefur Johnson sagt að fólk skuli anda rólega og bíða eftir niðurstöðum rannsókar Gray á veisluhöldunum, áður en farið er að dæma hann.

mbl.is