Algjör óvissa um skýrslu vegna veisluhalda

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Algjör óvissa um skýrslu vegna veisluhalda

Algjör óvissa virðist nú ríkja um það hvenær skýrsla Sue Gray, sérstaks saksóknara sem rannsakar veisluhöld í Downingstræti 10, verður birt. Niðurstöðu var að vænta í þessari viku en eftir að lögregla hóf sjálfstæða rannsókn á mögulegum brotum á sóttvarnareglum í vikunni flæktust málin. BBC greinir frá.

Algjör óvissa um skýrslu vegna veisluhalda

Kórónuveiran Covid-19 | 28. janúar 2022

Það veltur á niðurstöðu skýrslunnar hvort lögð verður fram vantrauststillaga …
Það veltur á niðurstöðu skýrslunnar hvort lögð verður fram vantrauststillaga á Johnson. AFP

Algjör óvissa virðist nú ríkja um það hvenær skýrsla Sue Gray, sérstaks saksóknara sem rannsakar veisluhöld í Downingstræti 10, verður birt. Niðurstöðu var að vænta í þessari viku en eftir að lögregla hóf sjálfstæða rannsókn á mögulegum brotum á sóttvarnareglum í vikunni flæktust málin. BBC greinir frá.

Algjör óvissa virðist nú ríkja um það hvenær skýrsla Sue Gray, sérstaks saksóknara sem rannsakar veisluhöld í Downingstræti 10, verður birt. Niðurstöðu var að vænta í þessari viku en eftir að lögregla hóf sjálfstæða rannsókn á mögulegum brotum á sóttvarnareglum í vikunni flæktust málin. BBC greinir frá.

Í dag sendi Lundúnalögreglan svo frá sér yfirlýsingu þar sem kom að farið hefði verið þess á leit við Gray að hún takmarkaði þær upplýsingar sem gerðar yrðu opinberar í skýrslu hennar á meðan rannsókn lögreglunnar stæði yfir. Er það gert til að koma í veg fyrir mögulega hlutdrægni.

Forsætisráðherrastóllinn í húfi 

Yfirlýsing lögreglu kom mörgum á skrifstofu ríkisstjórnarinnar á óvart, þar sem skýrslunnar hefur verið beðið. Forsætisráðherrastóllinn gæti verið í húfi fyrir Boris Johnson en það veltur á niðurstöðum skýrslunnar hvort nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins leggja fram vantrauststillögu á hann eða ekki.

Lögreglan tekur fyrir að gerð hafi verið gerð krafa um að birt­ingu skýrsl­unn­ar yrði frestað. Þá hafi ekki verið farið fram á nein­ar tak­mark­an­ir á birt­ing­um upp­lýs­inga um þær veisl­ur sem lög­regl­an er ekki með til rann­sókn­ar. En svo virðist sem lögregla telji að ekki hafi brot á sóttvarnareglum átt sér stað í þeim öllum.

Ekki liggur fyrir hvenær lögregla lýkur sinni rannsókn og því er mjög óljóst hvaða upplýsingar verður hægt að birta í skýrslu Gray. Það gæti jafnvel farið svo að skýrslan yrði ekki birt.



mbl.is