Martin Hirsch, framkvæmdastjori spítalakerfis Parísar, hefur sett spurningarmerki við það að fólk sem neiti að þiggja bólusetningu gegn Covid-19 fái spítalameðferð við sjúkdómnum niðurgreidda af opinberum sjúkratryggingum.
Martin Hirsch, framkvæmdastjori spítalakerfis Parísar, hefur sett spurningarmerki við það að fólk sem neiti að þiggja bólusetningu gegn Covid-19 fái spítalameðferð við sjúkdómnum niðurgreidda af opinberum sjúkratryggingum.
Martin Hirsch, framkvæmdastjori spítalakerfis Parísar, hefur sett spurningarmerki við það að fólk sem neiti að þiggja bólusetningu gegn Covid-19 fái spítalameðferð við sjúkdómnum niðurgreidda af opinberum sjúkratryggingum.
Ummæli hans hafa komið af stað mikilli umræðu í Frakklandi.
Allir Covid-sjúklingar sem þurfa að leita á gjörgæslu eru að fullu tryggðir fyrir meðferðinni. Hún kostar um 3.000 evrur, eða um 435.000 íslenskar krónur, daglega og er almennt sjö til tíu daga löng.
„Þegar frí og áhrifarík lyf eru í boði, á fólk þá að geta hafnað þeim án afleiðinga, á sama tíma og við berjumst við að sjá um aðra sjúklinga?“ sagði Hirsch.
Ástæðan fyrir því að Hirsch vildi ræða málið er sú að kostnaður við innlagnir fer sífellt hækkandi. Að hans mati á „óábyrg hegðun“ sumra ekki að stofna aðgengi hinna að heilbrigðiskerfinu í hættu.
Ummæli Hirsch hafa vakið reiði og hafa nokkrir hægrisinnaðir stjórnmálamenn kallað eftir því að hann verði rekinn. Myllumerki með þeirri ósk var notað af fjölda fólks á samfélagsmiðlinum Twitter.
Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur ekki sagt sitt álit á ummælum Hirschs en Olga Givernt, þingmaður LREM – flokks Emmanuels Macrons forseta – ræddi málið í gær við BFM sjónvarpsstöðina.
„Vandamálið sem læknasamfélagið hefur vakið athygli á er ekki hægt að hunsa,“ sagði hún.
Macron sjálfur hefur talað fyrir bólusetningum í landinu.
Nýleg skoðanakönnun í Frakklandi leiddi í ljós að þjóðin er klofin yfir málinu. 51% svarenda töldu það ásættanlegt að óbólusettir gjörgæslusjúklingar greiddu hluta kostnaðar við meðferðina eða jafnvel allan reikninginn.