Er hægt að fara í læralyftingu á Íslandi?

Spurðu lýtalækninn | 29. janúar 2022

Er hægt að fara í læralyftingu á Íslandi?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í læralyftingu. 

Er hægt að fara í læralyftingu á Íslandi?

Spurðu lýtalækninn | 29. janúar 2022

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í læralyftingu. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum frá lesendum Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í læralyftingu. 

Sæl Þórdís.


Er gerð minni háttar læralyfting hér á landi?

Kveðja, ÞÞ

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Við lýtalæknar á Íslandi gerum almennt allar viðurkenndar aðgerðir sem boðið er upp á erlendis. Aðgerðir á innri lærum eru framkvæmdar oftast eftir mikið þyngdartap en þó ekki jafn algengar eins og aðgerðir til dæmsis á upphandleggjum. Fólk er almennt lengur að jafna sig eftir aðgerðir á innri lærum vegna þess að þær eru viðkvæmar. Það er mjög mikilvægt að festa örið í náranum til þess að það renni ekki niður fyrir nærbuxur, það getur valdið óþægindum/verkjum fyrst á eftir. Síðan er sýkingarhætta meiri í nára en annars staðar vegna nálægðar við þvag og hægðir. Ef umfram húð er mikil þarf skurðurinn að ná niður að hnjám annars er hægt að halda skurðinum í náranum. 

Ég ráðlegg þér að skoða þína möguleika með lýtalækni.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.  

mbl.is