„Ég skil þetta og ég mun laga þetta“

„Ég skil þetta og ég mun laga þetta“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á því sem misfórst við veisluhöld í Downingstræti 10 meðan á útgöngubanni stóð, og hvernig ásakanir um brot á sóttvarnareglum hafa verið meðhöndlaðar. BBC greinir frá.

„Ég skil þetta og ég mun laga þetta“

Veislu­höld í Down­ingstræti | 31. janúar 2022

Johnson segist gera sér grein fyrir því að ekki sé …
Johnson segist gera sér grein fyrir því að ekki sé nóg að biðjast afsökunar. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á því sem misfórst við veisluhöld í Downingstræti 10 meðan á útgöngubanni stóð, og hvernig ásakanir um brot á sóttvarnareglum hafa verið meðhöndlaðar. BBC greinir frá.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á því sem misfórst við veisluhöld í Downingstræti 10 meðan á útgöngubanni stóð, og hvernig ásakanir um brot á sóttvarnareglum hafa verið meðhöndlaðar. BBC greinir frá.

Forsætisráðherrann gaf yfirlýsingu vegna skýrslu Sue Gray, sérstaks saksóknara, sem afhent var ríkisstjórninni í dag. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veisluhöld hafi ekki átt að fara fram í Downingstræti meðan á útgöngubanni stóð og að skortur hafi verið á forystuhæfileikum og dómgreind, bæði í Downingstræti og á skrifstofu ríkisstjórnarinnar.

Ekki nóg að biðjast afsökunar

Johnson segist taka þeirri gagnrýni sem kemur fram í skýrslu Gray. „Við verðum að horfast í augu við okkur sjálf og við verðum að læra.“

Hann segir faraldurinn hafa verið öllum erfiður og almenningur hafi verið beðinn um að færa miklar fórnir. Hann segist skilja reiði fólks og það „sé ekki nóg að biðjast afsökunar.“

Forsætisráðherrann segist ætla að gera breytingar á stjórnunarháttum í Downingstræti og á skrifstofu ríkisstjórnarinnar, svo hægt sé að halda áfram með verkefnin. Hann ætli að koma á fót sérstakri skrifstofu forsætisráðherra og að reglur opinberra starfsmanna verði endurskoðaðar. Þá lofaði hann frekar upplýsingum næstu daga um hvernig hann ætli að bæta störf ríkisstjórnarinnar og tengslin við þingið.

„Ég skil þetta og ég mun laga þetta.“

mbl.is