Hylur líkama sinn með „geimveru“ flúrum

Húðflúr | 1. febrúar 2022

Hylur líkama sinn með „geimveru“ flúrum

Tónlistarkonan Grimes vinnur nú að því að þekja líkama sinn með húðflúrum. Flúrin sem hún fær sér eru ekki hefðbundin en hún kallar þau „geimveruhúðflúr“ en um er að ræða húðflúr með hvítu bleki. 

Hylur líkama sinn með „geimveru“ flúrum

Húðflúr | 1. febrúar 2022

Grimes ætlar að hylja líkama sinn með geimveruflúrunum.
Grimes ætlar að hylja líkama sinn með geimveruflúrunum. Samsett mynd

Tónlistarkonan Grimes vinnur nú að því að þekja líkama sinn með húðflúrum. Flúrin sem hún fær sér eru ekki hefðbundin en hún kallar þau „geimveruhúðflúr“ en um er að ræða húðflúr með hvítu bleki. 

Tónlistarkonan Grimes vinnur nú að því að þekja líkama sinn með húðflúrum. Flúrin sem hún fær sér eru ekki hefðbundin en hún kallar þau „geimveruhúðflúr“ en um er að ræða húðflúr með hvítu bleki. 

Grimes sýndi sitt nýjasta flúr á Instagram og sagði ferlið ganga hægt fyrir sig en að hún stefndi að því að hylja líkama sinn með flúrunum. 

Tónlistarkonan hóf húðflúraferilið í apríl á síðasta ári þegar hún sýndi sitt fyrsta, hvítar línur á baki sínu, sem þóttu ansi furðuleg. Sagði hún þau vera geimveruör. 

Grimes, sem eitt sinn var í sambandi með milljarðamæringnum Elon Musk og á með honum einn son, er líka með hefðbundnari húðflúr á höndunum. 

Nýjasta flúrið hennar.
Nýjasta flúrið hennar. Skjáskot/Instagram
mbl.is