Elsku Krabbinn minn,
Elsku Krabbinn minn,
Elsku Krabbinn minn,
þú ert svo mikið að sigla milli skers og báru. Þetta þýðir að þú vilt að allir hafi það gott og séu hamingjusamir, en því miður er það ekki hægt. Það er kvíði yfir ákvarðanatökum og álag á tengsl við persónur sem þú vilt halda inni í lífi þínu. Þetta kemur svolítið vegna þess að þú getur ekki verið með öllum. Tími er dýrmætur og þegar þú ákveður að svona eigi hlutirnir að vera og ekki öðruvísi, þá endurheimtirðu Súpermanninn sem býr í þér. Ekkert á eftir að vera eins og það var, því ef það væri það þannig yrði það eins og lífið væri endursýnt.
Númer eitt hjá þér er fjölskyldan, fólk og svo er það lífsverkið þitt. Þú skilur miklu betur hvað það er sem skiptir engu máli og sérð stjörnurnar á himninum skýrar. Þá klikkar það saman eins og örskot í hjartanu á þér hvaða stjarna er þín stjarna og hvað er það sem vantar til þess að gera þig heilann?
Þegar maður veit ekki markmið sitt er það eins og að aka bíl án stýris. Þú ert að vakna og þú ert að finna og vita meira með hverri viku sem líður. Þú eflir þig með áskorunum sem þú bjóst ekki við að þú myndir gefa þér og verður einbeittari en þú bjóst við. Þú hefur samt þann einstaka hæfileika að sjá jákvæðar hliðar, sama hversu dimmt útlitið er. Þú elskar mikið og þótt þú kallir ekki á drama og þótt þú sért það ekki, þá flækistu inn í annarra manna drama oftar en góðu hófi gegnir. Það verður að minnsta kosti engin lognmolla í kringum þig.
Þegar líður á muntu öðlast viðurkenningar sem þú átt svo innilega skilið en býst svo sannarlega ekki við. Svo að ýmislegt mun koma þér á óvart á næstu þremur mánuðum. Fyrir þá sem eru á lausu mun ástin koma á óvart. Ég dreg eina rún og steinninn sem ég dreg er hjartalaga sem er mjög gott tákn. Hún táknar góðan félagsskap, gjafir frá Alheiminum og einhverskonar fórnfýsi og örlæti frá þér. Útkoman úr því er er miklu betra jafnvægi vegna þess þú veist þú gerðir rétt.
Knús og kossar,
Sigga Kling