Nautið: Þér standa allar hurðir opnar

Febrúarspá Siggu Kling | 4. febrúar 2022

Nautið: Þér standa allar hurðir opnar

Elsku hjartans Nautið mitt,

Nautið: Þér standa allar hurðir opnar

Febrúarspá Siggu Kling | 4. febrúar 2022

Elsku hjartans Nautið mitt,

Elsku hjartans Nautið mitt,

sá kvíðahnútur sem hefur skotið svolítið oft upp kollinum hjá þér á sér enga stoð fyrir sér í raunveruleikanum. Þú hefur verið svo duglegur að takast á við svo marga hluti sem hafa komið fyrir á lífsleiðinni. Þó þér finnist lífið stundum vera litað í gráum lit á köflum, þá er ekkert af því sem mun raungerast. Það er bjart í kringum þig, það er eins og þú horfir á fjórar opnar dyr í kringum þig. Ein hurð er með veraldlega gæfu, ein með andlega, ein með ástina og ein með vináttuna og kærleikann. Þér hefur fundist að þú þurfir að velja bara einhverja eina vegferð, en núna blasir allt við þér opið upp á gátt.

Það kemur fyrir að margir lendi í því að verða sviknir, aftur og aftur og aftur og aftur, hvort sem það er í vinnu, vináttu eða ást. Þetta kalla ég að vera á vitlausri tíðni. Eins og til dæmis biður enginn um að lenda í bílslysi. Ég þekki konu sem hefur lent í níu bílslysum og oftar en ekki verið farþegi. Sú sama tíðni fylgir manni einnig ef við höfum átt við erfið ástamál trekk í trekk, verið skítblönk ár eftir ár, áratug eftir áratug.

Í þessu ástandi þarf að snúa við þessari tíðni, því það er ekki bara hugurinn sem man eftir þessum erfiðleikum, heldur allar frumurnar í líkamanum líka. Þarna skiptir þitt álit á þér mestu máli og að þú getir gert miklu betur en foreldrar eða forfeður þínir gerðu. Því einhverntímann á þínum lífsferli hefur þú sett það inn sem staðreynd að þú eigir þetta skilið. Vegna þess að foreldrar þínir voru ekki ástfangnir eða náðu sér ekki á strik í hinu og þessu. Þá nýtirðu þér það ekki að þú ert hin stóra magnaða orka með ólýsanlegri tíðni sem getur valhoppað inn í hvaða aðstæður sem er og sigrað þær. Alveg sama þótt úti sé myrkur.

Vorið er að boða þér að allar þessar hurðir að velgengni standi þér opnar. Febrúar er að gefa þér góðar undirstöður og munu skapa þínum líkama betra atgervi og meiri kraft. Ástin er sterk yfir þér, en þú skalt ekki krefjast mikils af henni, heldur vera sá eða sú sem gefur og setur blíðu og umhyggju í augu og hönd.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is