Fyrrverandi ráðherra krefst afsagnar Johnsons

Fyrrverandi ráðherra krefst afsagnar Johnsons

Bæst hefur í hóp þingmanna breska Íhaldsflokksins sem krefjast afsagnar Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, vegna veisluhalds í Downingstræti 10.

Fyrrverandi ráðherra krefst afsagnar Johnsons

Veislu­höld í Down­ingstræti | 5. febrúar 2022

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bæst hefur í hóp þingmanna breska Íhaldsflokksins sem krefjast afsagnar Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, vegna veisluhalds í Downingstræti 10.

Bæst hefur í hóp þingmanna breska Íhaldsflokksins sem krefjast afsagnar Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, vegna veisluhalds í Downingstræti 10.

Ráðherrann fyrrverandi, Nick Gibb, hefur lýst yfir vantrausti sínu á forsætisráðherrann og segir að aðrir íhaldsmenn séu bálreiðir yfir því að Johnson hafi „sniðgengið á svívirðilegan hátt“ Covid-reglur sem hann sjálfur setti.

Blaðið Daily Mirror greinir frá því að ljósmynd af Johnson haldandi á bjór í afmælisveislu í Downingstræti hafi verið afhent lögreglu, að sögn BBC. 

Rishi Sunak.
Rishi Sunak. AFP

Blaðið segir einnig að myndin sé ein af 300 sem lögreglan hafi undir höndum vegna 12 viðburða. Talið er að opinber ljósmyndari forsætisráðuneytisins hafi tekið myndirnar.

Fram kemur að á myndinni sjáist forsætisráðherrann halda á bjórdós á viðburði í herbergi ríkisstjórnarinnar í Downingstræti í júní 2020, á meðan strangar sóttvarnatakmarkanir voru í gildi í landinu, ásamt fjármálaráðherranum Rishi Sunak.

mbl.is