Hjálpar fólki að endurheimta lífsorkuna á Kanaríeyjum

Heilsuferðir | 5. febrúar 2022

Hjálpar fólki að endurheimta lífsorkuna á Kanaríeyjum

Hvað er betra en sandur, sól, vellíðan og heilsurækt undir berum himni? Unnur Pálmarsdóttir mannauðsráðgjafi, hóptímakennari og eigandi Fusion hefur síðustu ár farið í fjórar ferðir með íslenska hópa til Gran Canaria, sem oftast eru kallaðar Kanaríeyjar á Íslandi. Markmið heilsuferða Unnar er að fólk endurheimti lífsorkuna en ferðirnar hafa gert mikið fyrir fólk sem hefur farið í kulnun. 

Hjálpar fólki að endurheimta lífsorkuna á Kanaríeyjum

Heilsuferðir | 5. febrúar 2022

Gist er á hótelinu Vital Suites sem er staðsett á …
Gist er á hótelinu Vital Suites sem er staðsett á milli Ensku strandarinnar og Maspalomas. Vital Suites er staðsett á friðsælum stað nálægt Maspalomas sandöldunum.

Hvað er betra en sandur, sól, vellíðan og heilsurækt undir berum himni? Unnur Pálmarsdóttir mannauðsráðgjafi, hóptímakennari og eigandi Fusion hefur síðustu ár farið í fjórar ferðir með íslenska hópa til Gran Canaria, sem oftast eru kallaðar Kanaríeyjar á Íslandi. Markmið heilsuferða Unnar er að fólk endurheimti lífsorkuna en ferðirnar hafa gert mikið fyrir fólk sem hefur farið í kulnun. 

Hvað er betra en sandur, sól, vellíðan og heilsurækt undir berum himni? Unnur Pálmarsdóttir mannauðsráðgjafi, hóptímakennari og eigandi Fusion hefur síðustu ár farið í fjórar ferðir með íslenska hópa til Gran Canaria, sem oftast eru kallaðar Kanaríeyjar á Íslandi. Markmið heilsuferða Unnar er að fólk endurheimti lífsorkuna en ferðirnar hafa gert mikið fyrir fólk sem hefur farið í kulnun. 

Unnur segir Kanaríeyjar hafi á seinni hluta 19 aldar orðið mikill heilsuáfangastaður og þessi staður sér tilvalinn ef fólk vill endurheimta lífsorku sína í mildu hitastigi. 

„Ég er þessa dagana að undirbúra ferðina sem við köllum Heilsurækt huga, líkama og sálar sem fram fer 15.-22. mars á vegum Úrval Útsýn. Þetta er fjórða heilsuferðin mín til Kanaríeyja en í þessum ferðum hef ég verið að bjóða upp á upplifun og fræðslu. Áherslan er að rækta líkama, sál, auka vellíðan og njóta þess að vera til. Það er yndislegt að stunda hreyfingu í fallegu umhverfinu á Kanaríeyjunni sem er þekkt fyrir mjög mikla veðursæld og yndislegt loftslag allt árið um kring,“ segir Unnur. 

Unnur Pálmarsdóttir fer með hóp til Kanaríeyja í mars.
Unnur Pálmarsdóttir fer með hóp til Kanaríeyja í mars.

Unnur segir að næsta ferð sé fyrir alla aldurshópa.

„Ferðin er fyrir heilsuræktarunnendur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vöðvagigt, síþreytu og fleira. Nú hafa svo margir greinst með kulnun í starfi og streitan er alsráðandi í íslensku samfélagi þar sem breytingar eru frá degi til dags. Ég hef lagt áherslu á að dagskráin höfði til allra. Ferðin hentar öllum aldurshópum og hvaða formi sem þú ert í. Í síðustu ferð var aldurinn frá 30 - 75 ára og skemmtu sér allri mjög vel og fundu eitthvað við sitt hæfi. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, það hefur hver sína hentisemi. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað pilates, jóga, dans eða stundað heilsurækt og hreyfingu. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batteríin í lífinu.“

Á milli ensku strandarinnar og Maspalomas er eyðimörk sem er …
Á milli ensku strandarinnar og Maspalomas er eyðimörk sem er mjög heillandi. Quinten Braem/Unsplash

Eru Íslendingar ferðaþyrstir eftir þennan langa og stranga veirufaraldur?

„Já, mjög svo. Það þrá flestir að komast út í hitann og sólina til að stytta veturinn. Lífið í dag er breytt og við vitum hvað þarf til að ferðast og sóttvarnir á Kanaríeyjum eru mjög góðar. En auðvitað fer þetta eftir hverjum og einum og aðalatriðið er að fara varlega, spritta sig og nota grímuna úti sem er skylda á vissum stöðum.“

Hvað mælir þú með að fólk skoði á þessari sólríku eyju?

„Eyjan er svo falleg en ég myndi mæla með fyrir fjölskyldur að heimsækja eyjuna og byrja á því að fara íPalmitosPark sem er skemmtilegur ævintýraheimur fyrir alla aldurshópa. Þar er hægt að sjá  höfrungasýningar og fjölbreytt dýralíf sem er í skemmtigarðinum. Í LasPalmas, sem er höfuðborg Kanaríeyja, er hið þekkta Kristófer Kólumbus safn og sædýrasafniðPoemadel MarAquarium.Aqualand íMaspalomas er skemmtilegur rennibrautagarður fyrir alla ogAmadores ströndin er alltaf svo falleg. Það er nóg af spennandi stöðum að skoða og upplifa á þessari fallegu eyju fyrir utan gönguferðir á strandlengjunni,“ segir hún.

Hér má sjá vitann sem er við Maspolamas.
Hér má sjá vitann sem er við Maspolamas. Unsplash

Af hverju valdir þú Kanaríeyjar umfram aðra áfangastaði og hvað gerir eyjuna svo einstaka? „Ég hef oft ferðast til eyjanna og var á vinna á Lanzarote á Club La Santa í mörg ár. Þegar ég kom til Kanaríeyja þá heillaðist ég svo mikið af eyjunni, menningunni og fólkinu þar og ákvað að bjóða upp á heilsueflandi námskeiðs ferðir í framtíðinni. Þátttakendur koma endurnærðir tilbaka, margir breyta um matarræði, byrja að stunda hugleiðslu og vinna að því að minnka streitu í daglegu lífi. Loftslagið á Kanaríeyjum er sérstaklega hollt, gott og heilnæmt. Í ferðinni stundum við líkams- og heilsurækt í sólinni alla daga og ég er með fyrirlestra og fræðslu um heilsutengd efni.“

Unnur segir að hún fari með hópinn í dagsferð til Puerto De Mogán á meðan á ferðinni stendur sem stundum eru kallaðar litlu Feneyjar. Það verður líka farið á markaðinn í þorpinu og í siglingu á Yellow Boat.

„Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að sigla meðfram ströndinni og upplifa stórbrotið langslag og dýfa sér í sjóinn. 

mbl.is