Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið nýtt fólk á skrifstofu sína eftir þó nokkrar uppsagnir í vikunni.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið nýtt fólk á skrifstofu sína eftir þó nokkrar uppsagnir í vikunni.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið nýtt fólk á skrifstofu sína eftir þó nokkrar uppsagnir í vikunni.
BBC greinir frá því að yfirmaður á skrifstofu ráðherra, Steve Barclay, verður nú starfsmannastjóri Johnson.
Þá er fyrrum fréttamaður BBC og ráðgjafi Johnson er hann var borgarstjóri Lundúna, Guto Harri, nú samskiptastjóri.
Johnson sagði að Barclay og Harri myndu hrista upp í og bæta hvernig Downingstræti 10 starfar.
Fimm starfsmenn Downingstræti sögðu upp á einum sólarhring í vikunni eftir að skýrsla Sue Gray var birt um veisluhöld í Downingstræti.
Johnson sagði í yfirlýsingu í dag að mikil áhersla yrði lögð á að bæta starfsemi embættisins.