Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, hafa gengið í gegnum mikið saman. Frú Baldwin áréttaði það þegar hún birti mynd af þeim kyssast á Instagram-síðu sinni um helgina.
Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, hafa gengið í gegnum mikið saman. Frú Baldwin áréttaði það þegar hún birti mynd af þeim kyssast á Instagram-síðu sinni um helgina.
Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, hafa gengið í gegnum mikið saman. Frú Baldwin áréttaði það þegar hún birti mynd af þeim kyssast á Instagram-síðu sinni um helgina.
„Við höfum gengið í gegnum mikið saman,“ skrifaði frú Baldwin sem stendur þétt við hlið eiginmann síns. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en leikarinn varð tökumanni að bana á tökustað í október. Baldwin hélt á byssunni, sem hlaðin var byssukúlum, þegar voðaskotið hljóp úr byssunni. Það hæfði tökumanninn Halynu Hutchins og lést hún af sárum sínum skömmu síðar.
„Ég veit að þegar mér líður eins og guð hafi gleymt mér man ég að hann kom með þig inn í líf mitt. Það er stærsta gjöf sem ég hef fengið ásamt börnunum mínum,“ svaraði Baldwin eiginkonu sinni. Baldwin-hjónin eiga saman sex börn sem eru átta ára og yngri. Leikarinn á einnig hina 26 ára gömlu Ireland Baldwin með leikkonunni Kim Basinger.