Baldwin snúinn aftur til vinnu

Alec Baldwin | 9. febrúar 2022

Baldwin snúinn aftur til vinnu

Leikarinn Alec Baldwin er snúinn aftur til vinnu sinnar rúmum þremur mánuðum eftir voðaskotið örlagaríka við tökur á kvikmyndinni Rust. Baldwin sagði á Instagram að það væri skrítið að vera farinn að vinna aftur. 

Baldwin snúinn aftur til vinnu

Alec Baldwin | 9. febrúar 2022

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leik­ar­inn Alec Baldw­in er snú­inn aft­ur til vinnu sinn­ar rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir voðaskotið ör­laga­ríka við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust. Baldw­in sagði á In­sta­gram að það væri skrítið að vera far­inn að vinna aft­ur. 

Leik­ar­inn Alec Baldw­in er snú­inn aft­ur til vinnu sinn­ar rúm­um þrem­ur mánuðum eft­ir voðaskotið ör­laga­ríka við tök­ur á kvik­mynd­inni Rust. Baldw­in sagði á In­sta­gram að það væri skrítið að vera far­inn að vinna aft­ur. 

„Ég hef ekki unnið síðan 21. októ­ber á síðasta ári þegar þetta hræðilega at­vik varð við tök­ur á þess­ari mynd, og vin­kona okk­ar Halyna Hutchins lést af slys­för­um. Mér finnst enn erfitt að segja það,“ sagði Baldw­in. 

Baldw­in hef­ur verið frá vinnu síðan voðaskotið varð en lög­regla í Nýju-Mexí­kó í Banda­ríkj­un­um er enn að rann­saka voðaskotið sem varð Hutchins að bana og særði leik­stjór­ann Joel Souza.

mbl.is