Það var einstök stemning á Reykjavík Edition hótelinu í gær þegar fyrirsætur og aðstandendur herferðarinnar, Er komið að þér í skimun?, hittust yfir hádegisverði. Ljósmyndasýning er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um leghálsskimanir. Sýningin fer fram í Kringlunni en 12 konur leggja átakinu lið og var það ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir sem myndaði þær.
Það var einstök stemning á Reykjavík Edition hótelinu í gær þegar fyrirsætur og aðstandendur herferðarinnar, Er komið að þér í skimun?, hittust yfir hádegisverði. Ljósmyndasýning er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um leghálsskimanir. Sýningin fer fram í Kringlunni en 12 konur leggja átakinu lið og var það ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir sem myndaði þær.
Það var einstök stemning á Reykjavík Edition hótelinu í gær þegar fyrirsætur og aðstandendur herferðarinnar, Er komið að þér í skimun?, hittust yfir hádegisverði. Ljósmyndasýning er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um leghálsskimanir. Sýningin fer fram í Kringlunni en 12 konur leggja átakinu lið og var það ljósmyndarinn Ásta Kristjánsdóttir sem myndaði þær.
„Þetta var alveg ótrúlega notaleg stund og gaman að sjá hvað konurnar tengdust vel, því flestar þekktust ekki áður en þær tóku þátt í sýningunni. Þær höfðu hitt þá konu sem var á undan þeim og eftir í myndatökunni sjálfri en auðvitað séð myndirnar af þeim og lesið sögurnar þeirra,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri herferðarinnar.
Eliza Reid, Heiðdís Austfjörð, Agnieszka Ewa Ziólkowska, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Grace Achieng, Inga Eiríksdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Sigrún Waage, Tatíana Hallgrímsdóttir, Unnur Elva Arnardóttir og Þuríður Sigurðardóttir eru fyrirsætur herferðarinnar.
Konurnar klæddust allar bolum með merki sýningarinnar sem er hannað af Ragnheiði Þorgrímsdóttur, myndlistarkonu. Merkið minnir konur á mikilvægi þess að taka þátt í leghálsskimun. Bolir með merkinu eru til sölu í versluninni 38 þrepum á Laugavegi, en ágóði af sölu þeirra rennur til Samhæfingarstöðvarinnar.
Rúmlega 40 heilsugæslustöðvar um allt land sinna skimun fyrir leghálskrabbameini. Á Heilsuveru er hægt að panta tíma í leghálsskimun á eigin heilsugæslustöð. Hægt er að panta tíma hjá hvaða stöð sem er með því að hringja í viðkomandi heilsugæslustöð. Skimunin kostar 500 krónur. Konur geta séð skimunarsögu sína á „mínum síðum“ á Heilsuveru. Þar er að finna upplýsingar um boð og þátttöku í skimun.