Eðlu burrito sem þú átt eftir að elska

Hvað er í matinn í kvöld? | 15. febrúar 2022

Eðlu burrito sem þú átt eftir að elska

Það er fátt skemmtilegra en þegar María Gomez á Paz.is fer í framkvæmdir og finnur upp eitthvað splunkunýtt. Eins og þennan rétt hér.

Eðlu burrito sem þú átt eftir að elska

Hvað er í matinn í kvöld? | 15. febrúar 2022

Ljósmynd/María Gomez

Það er fátt skemmtilegra en þegar María Gomez á Paz.is fer í framkvæmdir og finnur upp eitthvað splunkunýtt. Eins og þennan rétt hér.

Það er fátt skemmtilegra en þegar María Gomez á Paz.is fer í framkvæmdir og finnur upp eitthvað splunkunýtt. Eins og þennan rétt hér.

Við erum að tala um eitt farsælasta hjónaband síðari ára: eðlu og burrito og útkoman er stórbrotin.

Ljósmynd/María Gomez

Eðlu Burrito

  • 500 gr hakk 
  • 1 krukka Mission chunky salsasósa 
  • 1 dl maísbaunir 
  • 1 pakki Mission vefjur original eða að eigin vali 
  • Philadelphia rjómaostur 
  • rifinn mozzarella ostur 
  • salt og pipar (má líka krydda aukalega með paprikudufti, Cumin og timian þá 1 tsk af hvoru)

Aðferð

  1. Steikjið hakkið á pönnu og kryddið 
  2. Bætið svo salsasósunni og maísbaunum út á, hitið ögn saman og slökkvið undir 
  3. Smyrjið svo rjómaostinum yfir alla vefjuna og dreifið rifnum osti yfir 
  4. Setjið svo vel af hakkinu á miðja vefjuna og rúllið upp 
  5. Hitið svo vefjuna á pönnu þar til mozzarella osturinn er bráðnaður og njótið 
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is