Opinn fræðslu- og samstöðufundur um rannsókn á vöggustofum í Reykjavíkurborg verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi.
Opinn fræðslu- og samstöðufundur um rannsókn á vöggustofum í Reykjavíkurborg verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi.
Opinn fræðslu- og samstöðufundur um rannsókn á vöggustofum í Reykjavíkurborg verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu.
Á fundinum munu fulltrúar fimmmenninganna sem óskuðu eftir því að borgin réðist í rannsókn á vöggustofunum fara yfir stöðu málsins og fjallað verður um þau áhrif sem vöggustofudvöl hafði á kornabörn.
Sérstakir gestir fundarins verða þau Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og Bjarni Karlsson siðfræðingur og prestur sem mun leiða umræður.
„Reykjavíkurborg rak vöggustofur frá 1949 í næstum þrjá áratugi þar sem ungabörn voru í sólarhringsvistun, jafnvel misserum og árum saman. Starfsfólki á vöggustofunum var uppálagt að sinna aðeins líkamlegum þörfum barnanna, umhverfið var dauðhreinsað eins og á sjúkrahúsum og ekkert gert til að örva eða þroska börnin á mikilvægasta mótunartíma mannsævinnar,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjóri samþykkti í júlí í fyrra að borgin myndi ráðast í starfsemi vöggustofa á árunum 1949 til 1972. Gerðist þetta að loknum fundi með fimmmenningunum, þeim Árna H. Kristjánssyni, Fjölni Geir Bragasyni, Hrafni Jökulssyni, Tómasi V. Albertssyni og Viðari Eggertssyni.
Málið hefur þó tafist nokkuð í stjórnkerfinu síðan þá en eftir fund Árna, Hrafns og Viðars með borgarlögmanni og borgarritara er ljóst að rannsóknarnefndin verður skipuð á næstunni.
Fundurinn er haldinn að Aflagranda 40 klukkan 20 og er allt áhugafólk um velferð barna velkomið, að því er fram kemur í tilkynningunni.