Það er ekki að ástæðulausu að þessi margumtalaði penni sé að seljast í gámavís á veraldarvefnum – því hann er stórkostlegur.
Það er ekki að ástæðulausu að þessi margumtalaði penni sé að seljast í gámavís á veraldarvefnum – því hann er stórkostlegur.
Það er ekki að ástæðulausu að þessi margumtalaði penni sé að seljast í gámavís á veraldarvefnum – því hann er stórkostlegur.
Þrifspekúlantar þarna úti halda ekki vatni yfir umræddum penna, en hann þykir hið mesta þarfaþing er kemur að þrifum þá sérstaklega inn á baðherbergi. Penninn heitir „Rainbow white grout“ og er söluhæsti fúgupenninn á Amazon. Það sem penninn gerir, er að lita blettóttar og gamlar flísafúgur á einfaldasta máta – þar sem þú einfaldlega tússar ofan í fúguna sjálfa. Formúlan í pennanum er vatnsheld og ætti því að þola venjuleg þrif, og eins er hún lyktarlítil og bakteríudrepandi. Penninn kemur í tveimur stærðum eða 5 mm og 15 mm og kostar frá 1.200 krónum.