Skiptar skoðanir á vopnaburði

Vopnaburður lögreglunnar | 15. febrúar 2022

Skiptar skoðanir á vopnaburði

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að skiptar skoðanir séu innan lögreglunnar á almennum skotvopnaburði. Hann telur þó að fáir lögreglumenn vilji vera vopnaðir í vinnunni. Stjórn sambandsins mun ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna á fundi í dag.

Skiptar skoðanir á vopnaburði

Vopnaburður lögreglunnar | 15. febrúar 2022

Sérsveitin er vopnuð í aðgerðum en almennir lögreglumenn ekki.
Sérsveitin er vopnuð í aðgerðum en almennir lögreglumenn ekki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að skiptar skoðanir séu innan lögreglunnar á almennum skotvopnaburði. Hann telur þó að fáir lögreglumenn vilji vera vopnaðir í vinnunni. Stjórn sambandsins mun ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna á fundi í dag.

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að skiptar skoðanir séu innan lögreglunnar á almennum skotvopnaburði. Hann telur þó að fáir lögreglumenn vilji vera vopnaðir í vinnunni. Stjórn sambandsins mun ræða vopnaburð og öryggismál lögregluþjóna á fundi í dag.

Nokkur skotárásarmál sem orðið hafa nýlega á höfuðborgarsvæðinu hafa kallað á umræður um hvort tímabært sé að endurskoða vopnaburð lögreglu hér á landi. Fjölnir bendir á að skotvopnum hafi verið beitt gegn lögreglu á Egilsstöðum í fyrra og nokkru áður hafi byssu verið beint að lögreglu án þess að hleypt hafi verið af. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé ekki sín sannfæring að komið sé að því að lögregluþjónar þurfi að bera skotvopn að staðaldri.

Hann segir þó stöðuna alvarlega og verkefnum sérsveitarinnar þar sem vopn hafa komið við sögu hafa fjölgað. Til alvarlegrar skoðunar sé að lögregla beri þó rafbyssur. Jón segir reynslu annarra Norðurlandaþjóða og Breta af rafbyssuburði góða og nýlega skýrslu frá Noregi um verklagið jákvæða.

Ljóst sé að hér á landi sé skipulögð glæpastarfsemi að skjóta rótum og brýnt að löggjafinn takist á við viðfangsefnið.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is