Í mál við Baldwin

Alec Baldwin | 16. febrúar 2022

Í mál við Baldwin

Fjölskylda tökumannsins Halynu Hutchins hefur höfðað mál gegn framleiðendum kvikmyndarinnar Rust vegna andláts hennar við tökur. Á meðal þeirra sem nafngreindir eru í skjölunum er leikarinn Alec Baldwin. 

Í mál við Baldwin

Alec Baldwin | 16. febrúar 2022

Fjölskylda Halynu Hutchins hefur höfðað mál gegn Alec Baldwin og …
Fjölskylda Halynu Hutchins hefur höfðað mál gegn Alec Baldwin og öðrum sem komu að gerð kvikmyndarinnar Rust. AFP

Fjöl­skylda töku­manns­ins Halynu Hutchins hef­ur höfðað mál gegn fram­leiðend­um kvik­mynd­ar­inn­ar Rust vegna and­láts henn­ar við tök­ur. Á meðal þeirra sem nafn­greind­ir eru í skjöl­un­um er leik­ar­inn Alec Baldw­in. 

Fjöl­skylda töku­manns­ins Halynu Hutchins hef­ur höfðað mál gegn fram­leiðend­um kvik­mynd­ar­inn­ar Rust vegna and­láts henn­ar við tök­ur. Á meðal þeirra sem nafn­greind­ir eru í skjöl­un­um er leik­ar­inn Alec Baldw­in. 

Hutchins lést eft­ir að voðaskot hljóp úr byssu sem Baldw­in hélt á. Seg­ir fjöl­skyld­an að Hutchins hefði ekki lát­ist ef starfs­fólk við mynd­ina hefði fylgt öll­um regl­um um skot­vopn á tökustað. 

Lög­menn fjöl­skyldu Hutchins segja Baldw­in og fleiri hafa ekki fylgt ör­ygg­is­stöðlum, meðal ann­ars til þess að stand­ast tíma­áætl­un og að viðvar­an­ir um brot á ör­ygg­is­stöðlum hafi verið hundsaðar. 

Þau sem einnig hafa rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu eru aðstoðarleik­stjór­inn Dav­id Halls, Hanna Guiter­rez-Reed sem sá um leik­muna­byss­ur við tök­ur, og leik­muna­meist­ar­inn Sara Zachry. Halls og Guiter­rez-Reed hafa bæði áður verið sökuð um að fylgja ekki ör­ygg­is­regl­um. 

mbl.is