„Það eru allir að koma sér í gírinn. Ég held að flestir leyfi sér að vera bjartsýnir á að nú verði ákveðinn vendipunktur, ekki endilega að vírusinn sé að fara að hverfa heldur að inngripum og hömlum fari að ljúka,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, í samtali við Morgunblaðinu í dag.
„Það eru allir að koma sér í gírinn. Ég held að flestir leyfi sér að vera bjartsýnir á að nú verði ákveðinn vendipunktur, ekki endilega að vírusinn sé að fara að hverfa heldur að inngripum og hömlum fari að ljúka,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, í samtali við Morgunblaðinu í dag.
„Það eru allir að koma sér í gírinn. Ég held að flestir leyfi sér að vera bjartsýnir á að nú verði ákveðinn vendipunktur, ekki endilega að vírusinn sé að fara að hverfa heldur að inngripum og hömlum fari að ljúka,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, í samtali við Morgunblaðinu í dag.
Stjórnvöld eru byrjuð að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirunnar og boðað er að síðar í mánuðinum verði þeim aflétt að fullu. Þá er viðbúið að ýmsar skemmtanir og viðburðir sem hefur þurft að fresta vegna takmarkana verði loks haldnar og fólk geti farið að leyfa sér að njóta lífsins með eðlilegum hætti á ný.
„Ég held að ef fólk getur loks farið á tónleika án þess að gera sérstakar ráðstafanir eins og að fara í hraðpróf eða bera grímu og ef loksins verður hætt að tala viðburði niður og fólk fer að upplifa að það sé með öllu óhætt að fara á viðburði þá verði alger sprengja í eftirspurn. Og því verður auðvitað mætt með góðu framboði,“ segir Ísleifur.
Viðburðahaldarar hafa ítrekað þurft að fresta viðburðum síðustu tvö ár vegna samkomutakmarkana. Tónleikum Andrea Bocelli hefur til dæmis verið frestað fjórum eða fimm sinnum. Þá hefur popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson ekki getað haldið stórtónleika í tilefni fimmtugsafmælis síns en ef að líkum lætur verða þeir haldnir í næsta mánuði, skömmu eftir að hann verður 52 ára.
Nóg verður að gera hjá Ísleifi og hans fólki í Senu Live á næstunni. Í mars eru áætlaðar tvær uppistandssýningar Jimmy Carr, tónleikar með Damon Albarn og 75 ára afmælissýning Ladda. Í maí kemur Trevor Noah hingað til lands og stórtónleikar með Andrea Bocelli og Khalid verða haldnir sama kvöldið, þeir fyrri í Kórnum og þeir seinni í Laugardalshöll. „Það er ekkert sérstaklega heppilegt en við verðum bara að láta það ganga,“ segir Ísleifur.
Tónleikahaldarinn segir að næstu vikur og mánuðir fari í að koma frá þeim viðburðum sem frestað var og öðrum sem þegar hafa verið skipulagðir. Hann neitar því þó ekki að viðburðahaldarar séu farnir að horfa fram á veginn. „Já, samtölin við umboðsmenn eru komin af stað en það er ekkert enn að frétta. Það skulda allir tónleika og sjálfsagt tekur það út þetta ár að hreinsa það upp. Eitthvað nýtt og stórt frá útlöndum mun því líklega aldrei fara fram fyrr en á næsta ári, en mögulega verður eitthvað tilkynnt fyrir lok árs. Við erum farin að vinna að skipulagningu Iceland Airwaves og stefnum á að gefa út tilkynningu með hátíðina um miðjan mars. Í mars má einnig reikna með að við tilkynnum eitthvað af íslenskum stórtónleikum og minni erlenda tónleika sem mun fara fram síðar á árinu.“
Viðburðahaldarar hafa kvartað yfir skilningsleysi stjórnvalda á síðustu misserum. Því hefur verið haldið fram að fáir ef nokkrir geirar hafi farið verr út úr faraldrinum enda taki undirbúningur viðburða langan tíma og ekki hafi verið á vísan að róa síðustu tvö árin þegar skellt hefur verið í lás með litlum fyrirvara.
„Í blábyrjun faraldursins brugðust yfirvöld við af ansi miklum krafti með almennum aðgerðum sem náðu ágætlega yfir aðila í viðburðahaldi, en eftir því sem lengra hefur liðið á finnst manni eins og þessi læv-geiri hafi gleymst eða að yfirvöld eigi erfitt með að skilja hann,“ segir Ísleifur. „Það hefur verið ráðist í stórar og flottar sértækar aðgerðir fyrir veitingageirann, sviðlistir og tónlistarheiminn sem er auðvitað hið besta mál. En það hefur ekki ein króna farið í sértækar aðgerðir fyrir læv-geirann, til tónleikahaldara, tækjafyrirtækja og tæknifólksins sem er verktakar, í innviðina í þessum geira sem hefur nær alfarið verið lokaður í tvö ár og er í miklum sárum. Við erum að tala um staðfest 80% tekjufall og 20% brotthvarf starfsfólks. Ég held að stjórnvöld hafi ekki áttað sig á hvernig þau eiga að styrkja þennan geira en í löndunum í kringum okkur hefur verið farið í nokkuð öflugar sértækar aðgerðir. Það lítur því út fyrir að Ísland verði eina landið af þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem fari í gegnum allan faraldurinn án þess að fara nokkurn tíman í sértækar aðgerðir fyrir læv-geirann. Það er nú að verða ár síðan viðburðir fóru aftur í gang í Englandi og Bandaríkjunum og þar á bæ hefur aldrei komið til greina að loka þeim aftur, þrátt fyrir nýjar bylgjur og Ómíkron-afbrigðið. Það er frekar að reynslan frá þessum löndum sýni að hægt er að halda viðburði á öruggan hátt, með öllum þeim tólum og tækjum, þekkingu og reynslu sem við nú búum yfir. Og nú ætlum að verða langt á eftir Norðurlöndunum með að opna á ný fyrir viðburði,“ segir Ísleifur.
„Við búum enn við þá hugsun að allir viðburðir séu alltaf hættulegir og að því stærri, þeim mun hættulegri og þessu mótmælum við. Því er ákveðið að halda hömlum á þeim í tvær vikur til viðbótar, bara svona til öryggis, á meðan allt annað er í raun opið að fullu leyti. Menningin er alltaf látin blæða mest. Á tveimur árum höfum erum við sem sagt komin í þann hugsunarhátt að aðgerðir og hömlur sem áttu einungis að vera beitt í algjörri neyð eru látnar hangar áfram, bara til öryggis, þrátt fyrir að enginn sé að halda því fram að það sé nokkur neyð enn til staðar. Vandamálin eru fyrir löngu farin að snúast meira um aðgerðirnar en vírusinn sjálfan. Um daginn var til dæmis ákveðið að opna barina en á sama tíma máttum við ekki selja áfengi á viðburðum. Eins og drykkja eða ölvun sé eitthvert vandamál í leikhúsum, Hörpu eða á tónleikum almennt. Við erum löngu búin að missa tökin á öllu er varðar meðalhóf og jafnræði hvað þetta varðar. Það er ekki hægt að fara fram á samstöðu þegar aðgerðir eru órökréttar, ósanngjarnar og tilgangslausar í augum margra. Og það er vond tilfinning þegar manni finnst að yfirvöld líti ekki á það lengur sem stórmál að hefta frelsi fólks, til að lifa lífinu og stunda sína atvinnu og því liggi ekkert á að aflétta aðgerðum, að nokkrar vikur til eða frá séu ekkert mál.“