Fulltrúadeildarþingmennirnir Charlie Crist og Eric Swalwell sendu tónlistarkonunni Britney Spears hvatningarorð í desember á síðasta ári og buðu henni að koma í heimsókn í þingið þegar henni hentaði vel.
Fulltrúadeildarþingmennirnir Charlie Crist og Eric Swalwell sendu tónlistarkonunni Britney Spears hvatningarorð í desember á síðasta ári og buðu henni að koma í heimsókn í þingið þegar henni hentaði vel.
Fulltrúadeildarþingmennirnir Charlie Crist og Eric Swalwell sendu tónlistarkonunni Britney Spears hvatningarorð í desember á síðasta ári og buðu henni að koma í heimsókn í þingið þegar henni hentaði vel.
Þetta kemur fram í bréfi sem Spears birti mynd af á Instagram reikningi sínum í vikunni.
Crist er fulltrúadeildarþingmaður Demókrata í Flórídaríki en hann var áður ríkisstjóri Flórída. Swalwell er einnig demókrati en hann situr í fulltrúadeildinni fyrir hönd Kaliforníu.
Bréfið er dagsett hinn 1. desember og sendu þingmennirnir henni það í kjölfar þess að hún vann stórstigur fyrir dómara þegar hún losnaði undan föður sínum, sem hafði verið lögráðamaður hennar í tæp 13 ár.
„Hamingjuóskir til þín og lögmanns þíns, Mathew Rosengart, fyrir sögulegan sigur ykkar. Við höfum að sjálfsögðu fylgst náið með lögráðamannsmáli þínu undanfarna mánuði,“ skrifuðu þingmennirnir í bréfi sínu og sögðu niðurstöðuna hafa glatt þá.
Þeir segja mál Spears hafa vakið athygli á því hversu gölluð lögin um lögráðamenn eru og vildu þeir ræða nánar við hana og lögmann hennar hvernig þau hafi sigrað.