Elísa Gróa er alltaf með gerviaugnhár

Snyrtivörur | 19. febrúar 2022

Elísa Gróa er alltaf með gerviaugnhár

Elísa Gróa Steinþórsdóttir er 27 ára flugfreyja, förðunarfræðingur og dansari. Hún starfar hjá flugfélaginu Play en hún var krýnd Miss Universe Iceland 2021 og keppti í Miss Universe í Ísrael í desember 2021. Hún farðar sig dagsdaglega, er ekki mikið fyrir ýktar skyggingar og notar gerviaugnhár í hvert skipti sem hún farðar sig. 

Elísa Gróa er alltaf með gerviaugnhár

Snyrtivörur | 19. febrúar 2022

Elísa Gróa Steinþórsdóttir.
Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Elísa Gróa Steinþórsdóttir er 27 ára flugfreyja, förðunarfræðingur og dansari. Hún starfar hjá flugfélaginu Play en hún var krýnd Miss Universe Iceland 2021 og keppti í Miss Universe í Ísrael í desember 2021. Hún farðar sig dagsdaglega, er ekki mikið fyrir ýktar skyggingar og notar gerviaugnhár í hvert skipti sem hún farðar sig. 

Elísa Gróa Steinþórsdóttir er 27 ára flugfreyja, förðunarfræðingur og dansari. Hún starfar hjá flugfélaginu Play en hún var krýnd Miss Universe Iceland 2021 og keppti í Miss Universe í Ísrael í desember 2021. Hún farðar sig dagsdaglega, er ekki mikið fyrir ýktar skyggingar og notar gerviaugnhár í hvert skipti sem hún farðar sig. 

„Ég er á fullu í vinnu ásamt því að sinna allskonar skemmtilegum verkefnum tengd Miss Universe Iceland titlinum. Ég var til dæmis að labba í New York fashion week á dögunum,“ segir hún. 

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Ég farða mig mjög mismunandi og finnst gaman að prófa allskonar förðun. Sem flugfreyja er ég alltaf í sömu fötunum í vinnunni og þar af leiðandi er ég alltaf að prófa mig áfram með förðun og hárgreiðslur. Eitt breytist ekki, sama hvaða dagur er, ef ég er að fara að farða mig, þá set ég alltaf á mig gerviaugnhár.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Hver er þín húðrútína?

„Kvöldrútínan er alltaf eins. Ég þríf andlitið með hreinsi og nota svo tóner, serum, augnkrem og rakakrem. Svo reyni ég einu sinni í viku að nota mildan skrúbb á andlitið og svo maska.“ 

Hvaða farði er í mestu uppáhaldi?

„Max factor Facefinity all fay flawless farðinn er í uppáhaldi. Hann gefur góða þekju, er mjög fallegur á húðinni og með SPF20 sólarvörn.“

Leggur þú mikið upp úr því að skyggja andlitið?

„Ég gerði það áður fyrr, en í dag finnst mér yfirleitt nóg að nota bara sólarpúður. Stundum set ég bæði í krem og púðurformi, en krembronzerinn frá Max factor finnst mér æði.“

Notar þú hyljara?

„Já. Ég nota hyljara í hvert einasta skipti sem ég farða mig. Ég er með olíumikla húð og mér finnst gera svo mikið að setja góðan hyljara og laust púður yfir.“ 

Þetta eru vörurnar sem Elísa Gróa getur ekki verið án.
Þetta eru vörurnar sem Elísa Gróa getur ekki verið án.

Hvernig málar þú þig um augun?

„Mjög mismunandi. Einn daginn gæti ég verið með svartan augnblýant með stórum spíss, annan daginn gæti ég verið með litríkt „cut-crease“ og glimmer. Ég myndi segja að oftast samt nota ég matta brúna liti, glimmer á augnlokið, svartan eða brúnan augnblýant, og gerviaugnhár.“ 

Uppáhaldsmaskari?

„Volume infusion frá Max Factor. Hann inniheldur biotin og keratin og mér finnst burstinn á honum bestur fyrir mín augnhár.“

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?

„Ég held að það sé augabrúnagel. Suma daga er ég ómáluð og þá finnst mér gera svo mikið að greiða augabrúnirnar upp með lituðu geli.“ 

Besta bjútíráð allra tíma?

„Ég mæli með að hafa alltaf andlitssprey á náttborðinu og í veskinu. Ég spreyja alltaf á mig áður en ég fer að sofa til að fá auka raka í húðina fyrir nóttina, og geymi eitt í veskinu til að fríska upp á mig yfir daginn.“ 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is