Grannvaxinn og ófrýnilegur

Furðufiskar | 19. febrúar 2022

Grannvaxinn og ófrýnilegur

Óhætt er að segja að stinglaxinn (aphanopus carbo) minni ekki mikið á lax í útliti. Jafnvel myndu sumir segja hann ófríðan. Hann veiðist í auknum mæli við Íslandsstrendur og þykir lostæti á Madeira.

Grannvaxinn og ófrýnilegur

Furðufiskar | 19. febrúar 2022

Alls var landað 31 tonni af stinglaxi á Íslandi í …
Alls var landað 31 tonni af stinglaxi á Íslandi í fyrra. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Óhætt er að segja að stinglaxinn (aphanopus carbo) minni ekki mikið á lax í útliti. Jafnvel myndu sumir segja hann ófríðan. Hann veiðist í auknum mæli við Íslandsstrendur og þykir lostæti á Madeira.

Óhætt er að segja að stinglaxinn (aphanopus carbo) minni ekki mikið á lax í útliti. Jafnvel myndu sumir segja hann ófríðan. Hann veiðist í auknum mæli við Íslandsstrendur og þykir lostæti á Madeira.

Stinglax er heldur grannvaxinn og langur og getur orðið allt að 120 sentímetrar að lengd. Hann er svartur á lit en roðið er mjög viðkvæmt og oftast er það farið af þegar hann er kominn um borð í veiðiskipin, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að stinglaxinn sé miðsævis- og botnfiskur og lifi á ýmsum fiskum svo sem kolmunna, laxsíld, langhala, móru og berhaus en einnig á smokkfiski og krabbadýrum.

Þrátt fyrir að vera heldur ófrýnilegur er stinglax algengur á matseðlum í Suður-Evrópu. Á portúgölsku eyjunni Madeira er stinglaxinn talinn svo merkilegur að hann hefur fengið þann heiður að vera þjóðarréttur íbúa. Ekki er fiskurinn jafn vinsæll og ráðleggur sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) fólki að forðast að leggja sér til munns hráan stinglax þar sem sníkjudýrið anisakis kunni að vera í honum. „Í sumum tilfellum er slík sýking meðhöndluð með því að fjarlægja lirfurnar með speglun eða skurðaðgerð.“

Fiskinn má aðallaega finna á Norðaustur-Atlantshafi – frá Asoreyjum, vestur og norður fyrir Bretlandseyjar til Færeyja og Íslandsmiða allt vestur í Grænlandshaf. Stinglaxi var fyrst lýst á Íslandi sem sjóreknum lifandi fiski í Vestmannaeyjum árið 1904, að því er fram kemur á Vísindavefnum.

Stinglax á markaði á portúgölsku eyjunni Madeira.
Stinglax á markaði á portúgölsku eyjunni Madeira. Ljósmynd/AngMoKio

Oftar í veiðarfærum skipa

Sífellt algengara er að finna stinglax í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa sem hafa verið á veiðum innan íslensku efnahagslögsögunnar. Veiðist hann frá djúpmiðum undan Suðausturlandi vestur með landi alveg norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls og virðist vera einna mest um hann á Reykjaneshrygg.

Á síðasta ári komu átta íslensk fiskiskip til hafnar með tæpt 31 tonn af stinglaxi. Mestur afli var hjá Guðmundi í Nesi RE-13 sem náði tæpum 26 tonnum og var Sólborg RE-27 með næstmest, 3,3 tonn. Ekki er vitað hvaða verð fæst fyrir fiskinn en ljóst er að hann er ekki algengur á matseðli Íslendinga.

Stinglaxafli íslenskra fiskiskipa árið 2021:

  • Guðmundur í Nesi RE-13: 25.979 kíló
  • Sólborg RE-27: 3.346 kíló
  • Þórunn Sveinsdóttir VE-401: 489 kíló
  • Breki VE-61: 343 kíló
  • Örfirisey RE-4: 341 kíló
  • Tómas Þorvaldsson GK-10: 247 kíló
  • Höfrungur III AK-250: 152 kíló
  • Vestmannaey VE-54: 58 kíló
Stinglaxinn er ekki holdmikill.
Stinglaxinn er ekki holdmikill. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is