Minnir Dag á hans eigin orð

Sveitarstjórnarkosningar | 23. febrúar 2022

Minnir Dag á hans eigin orð

Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sakar Dag B. Eggertsson borgarstjóra um tvískinnung í umræðum um sölu Reykjavíkurborgar á Landsvirkjun árið 2006. 

Minnir Dag á hans eigin orð

Sveitarstjórnarkosningar | 23. febrúar 2022

Þórður Gunnarsson.
Þórður Gunnarsson. Ljósmynd/Aðsend

Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sakar Dag B. Eggertsson borgarstjóra um tvískinnung í umræðum um sölu Reykjavíkurborgar á Landsvirkjun árið 2006. 

Þórður Gunnarsson, hagfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sakar Dag B. Eggertsson borgarstjóra um tvískinnung í umræðum um sölu Reykjavíkurborgar á Landsvirkjun árið 2006. 

„Aðalatriðið í þessu máli er auðvitað að borgarstjóri segir eitt í dag og annað á morgun. Allt eftir því sem hann telur henta í trausti þess að aðrir séu jafnóminnugir og hann sjálfur á sín eigin orð,“ skrifar Þórður í grein sem birtist á Innherja í dag. 

Í greininni vísar Þórður til orða Dags sem sagði í umræðu um sölu borgarinnar á Landsvirkjun á sínum tíma, þá borgarfulltrúi, það ólíðandi að Reykjavíkurborg taki á sig skuldbindingar og lán vegna uppbyggingar Landsvirkjunar. 

„Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli,“ skrifar Þórður. 

Reykjavíkurborg seldi hlut sinn í Landsvirkjun fyrir 27 milljarða króna á sínum tíma, en gagnrýnin í dag snýr að því að verðið hafi verið of lágt með hliðsjón af methagnaði Landsvirkjunar á síðasta ári. 

„Við kaup og sölu fyrirtækja er líka mikilvægast að líta til framtíðarhorfa þeirra. En hvaða hugmyndir voru uppi um þróun eigin fjár og rekstrar Landsvirkjunar á þessum tíma? Svo heppilega vill til að þingmaðurinn Kristinn H Gunnarsson spurði iðnaðarráðherra þess tíma, Valgerði Sverrisdóttur, um einmitt þetta atriði á svipuðum tíma og Reykjavíkurborg þrýsti á um sölu á eignarhlut borgarinnar,“ segir í grein Þórðar. Fram kemur í greininni að gert hafi verið ráð fyrir 63 milljarða króna eigið fé Landsvirkjunar í árslok 2015, en raunin hafi þó verið önnur, enda hafi eigið fé Landsvirkjunar verið yfir 250 milljarðar við það tímamark. 

„Engan óraði fyrir því, hvorki Dag B Eggertsson né sjálfa Landsvirkjun. Verðmiði þess tíma var því fullkomlega eðlilegur miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þá.

Vonandi munu kapp- og umræður í aðdraganda borgarstjórnarkosninga ekki snúast um eftiráspeki sem þessa. En ef það verður reyndin, þá verður borgarstjóri að svara því hvers vegna hann keypti ekki bitcoin fyrir hönd borgarsjóðs árið 2015? Ef rekstur borgarinnar á að snúast um hinar ýmsu stöðutökur þá hlýtur allt að vera undir í þeim efnum,“ skrifar Þórður. 

mbl.is