Svelti sig fyrir Magic Mike 3

Líkamsrækt stjarnanna | 24. febrúar 2022

Svelti sig fyrir Magic Mike 3

Leikarinn Channing Tatum var næstum því hættur við að taka þátt í þriðju Magic Mike kvikmyndinni. Ástæðan var sú að hann þurfti að minnka gríðarlega það magn sem hann borðaði af mat til þess að grenna sig fyrir tökurnar. 

Svelti sig fyrir Magic Mike 3

Líkamsrækt stjarnanna | 24. febrúar 2022

Channing Tatum segist hafa þurft að svelta sig fyrir hlutverkið …
Channing Tatum segist hafa þurft að svelta sig fyrir hlutverkið í Magic Mike 3. AFP

Leikarinn Channing Tatum var næstum því hættur við að taka þátt í þriðju Magic Mike kvikmyndinni. Ástæðan var sú að hann þurfti að minnka gríðarlega það magn sem hann borðaði af mat til þess að grenna sig fyrir tökurnar. 

Leikarinn Channing Tatum var næstum því hættur við að taka þátt í þriðju Magic Mike kvikmyndinni. Ástæðan var sú að hann þurfti að minnka gríðarlega það magn sem hann borðaði af mat til þess að grenna sig fyrir tökurnar. 

Tatum er þekktur fyrir stæltan líkama sinn og hefur sýnt mikið af honum í hinum tveimur Magic Mike myndunum sem eiga það sameiginlegt með þriðju kvikmyndinni að fjalla um fatafellur. 

Í viðtali við Kelly Clarkson á dögunum sagðist hann hafa verið óviss með að láta líkama sinn fara enn og aftur í gegnum það ferli að grenna sig. 

„Þú þarft að svelta þig. Ég held það sé ekkert holt fyrir þig að vera svona grannur,“ sagði Tatum og viðurkenndi að honum hafi þótt erfiðara að grenna sig þegar hann var 39 ára heldur en þegar hann var yngri. 

„Það er erfitt að líta svona út, jafnvel þó þú farir reglulega í ræktina, að vera í svona formi. það er ekki náttúrulegt.“

Þá sagðist leikarinn í raun varla skilja að fólk sem ynni níu til fimm vinnu næði að halda sér í formi. „Þetta er vinnan mín, og ég næ því varla,“ sagði Tatum.

mbl.is