Kjötbollur klikka aldrei í matinn og hér erum við með uppskrift sem er klárlega með þeim betri sem við höfum smakkað.
Kjötbollur klikka aldrei í matinn og hér erum við með uppskrift sem er klárlega með þeim betri sem við höfum smakkað.
Kjötbollur í kröftugri rjómasósu
Kjötbollur:
- 250 g nautahakk
- 250 g svínahakk
- 100 g furuhnetur (einn poki) ristaðar og saxaðar
- 2 skarlottulaukar, fínsaxaðir
- 2 hvítlauksrif, marin
- 1 egg
- 1 dl rifinn parmesanostur
- 1 1⁄2 tsk. þurrkað oregano
- Fínrifinn börkur af 1 sítrónu
- Sjávarsalt og svartur pipar
Sósa:
- 3 1⁄2 dl rjómi frá Gott í matinn
- 1 1⁄2 dl vatn
- 2 tsk. Dijon sinnep
- Rifinn piparostur eftir smekk
Meðlæti:
- 500 g penne pasta
- Ítölsk steinselja, söxuð
- Parmesanostur
Aðferð:
- Hitið 1 msk. af olíu á pönnu.
- Setjið skarlottulauk, hvítlauk, oregano og pínu salt og pipar á pönnuna. Mýkið laukinn í nokkrar mínútur.
- Bætið furuhnetunum saman við og steikið áfram í mínútu eða svo.
- Setjið í stóra skál ásamt hakkinu, egginu, sítrónuberkinum og parmesanostinum.
- Hrærið saman með höndunum og mótið síðan bollur. Stærð fer eftir smekk.
- Steikið bollurnar á pönnu upp úr olíu. Passið að ofelda þær ekki.
- Setjið síðan rjóma, vatn og sinnep út á pönnuna. Látið suðuna koma upp og látið malla við vægan hita í um 5-10 mínútur.
- Bragðbætið sósuna með rifnum piparosti, salti og pipar ef þarf.
- Berið fram með soðnu penne pasta, saxaðri steinselju og parmesanosti.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir