Evrópsku kvikmyndaverðlaunin haldin í Reykjavík

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin haldin í Reykjavík

Samkomulag við Evrópsku kvikmyndaakademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin haldin í Reykjavík

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2022 | 2. mars 2022

Matthijs Wouter Knol, forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, var viðstaddur undirritunina.
Matthijs Wouter Knol, forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, var viðstaddur undirritunina. Ljósmynd/Aðsend

Samkomulag við Evrópsku kvikmyndaakademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag.

Samkomulag við Evrópsku kvikmyndaakademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag.

Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. Reykjavík varð fyrir valinu að þessu sinni og verður hátíðin haldin í Hörpu 10. desember.

Til stóð að halda hátíðina hér á landi í desember 2020 en vegna heimsfaraldurs var henni frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Matthijs Wouter Knol, forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, var viðstaddur undirritunina.

Bein útsending frá verðlaunakvöldinu

Gert er ráð fyrir um 1.200 gestum á hátíðina frá allri Evrópu og von er á 200 erlendum blaðamönnum til Íslands.

Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu sem mun ná til fjölmargra Evrópulanda.

Frá undirritun samningsins um Evrópsku kvikmyndahátíðina.
Frá undirritun samningsins um Evrópsku kvikmyndahátíðina. Ljósmynd/Aðsend

Tækifæri til að markaðssetja kvikmyndaborgina Reykjavík

„Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

„Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðssetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ bætir hann við.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir þetta spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og að viðburðurinn muni skapa töluverðar gjaldeyristekjur. Þá sé markmið að sýna fram á grænar lausnir í kvikmyndaáherslum.

mbl.is