Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Britney Spears | 5. mars 2022

Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Söngkonan Britney Spears sendi unnusta sínum, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í tilefni af 28 ára afmæli hans á dögunum. Spears óskaði Asghari til hamingju með daginn á Instagram og lét mynd af þeim tveimur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel uppábúið og horfði á sólsetrið.

Þráir að stofna fjölskyldu með unnustanum

Britney Spears | 5. mars 2022

Britney Spears og Sam Asghari eru hamingjusöm.
Britney Spears og Sam Asghari eru hamingjusöm. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Britney Spears sendi unnusta sínum, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í tilefni af 28 ára afmæli hans á dögunum. Spears óskaði Asghari til hamingju með daginn á Instagram og lét mynd af þeim tveimur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel uppábúið og horfði á sólsetrið.

Söngkonan Britney Spears sendi unnusta sínum, Sam Asghari, ástúðlega kveðju í tilefni af 28 ára afmæli hans á dögunum. Spears óskaði Asghari til hamingju með daginn á Instagram og lét mynd af þeim tveimur fylgja með kveðjunni þar sem parið stóð vel uppábúið og horfði á sólsetrið.

„Til hamingju með afmælið elsku besti unnusti minn. Ég elska þig svo mikið. Ég vil stofna fjölskyldu með þér. Ég vil gera allt með þér,“ skrifaði Spears við myndafærsluna. Spears hefur áður tjáð sig um löngunina til barneigna með Asghari en með hækkandi aldri geta barneignir orðið vandasamari. Það er enn góður möguleiki fyrir Spears og Asghari að eignast barn á næstu misserum þrátt fyrir að hún sé orðin fertug. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

Það hryggir hana mjög að hafa verið frelsisskert og undir forsjá föður síns í heil 13 ár, á meðan hún var á barneignaraldri. Barneignaraldur hefur farið hækkandi í þróuðum löndum síðustu ár og konur líklegri en áður til að eignast börn upp úr fertugsaldrinum.  

Britney Spears á tvo unglingsdrengi úr fyrra hjónabandi sínu við Keven Federline: Sean Preston, 16 ára og Jayden, 15 ára. Ástarævintýri Spears og Asgharis hófst árið 2016 en þau innsigluðu ástin með trúlofun á síðasta ári.

mbl.is