Fjóla Rún Brynjarsdóttir, samfélagsmiðlastjóri Markend og eigandi Hrafnagull.is, lærði að prjóna aðeins fimm ára gömul. Fjóla er alltaf með eitthvað á prjónunum en hún segir að heill heimur hafi opnast þegar hún áttaði sig á því að það væri hægt að prjóna margt annað en peysurnar úr lopablöðunum.
Fjóla Rún Brynjarsdóttir, samfélagsmiðlastjóri Markend og eigandi Hrafnagull.is, lærði að prjóna aðeins fimm ára gömul. Fjóla er alltaf með eitthvað á prjónunum en hún segir að heill heimur hafi opnast þegar hún áttaði sig á því að það væri hægt að prjóna margt annað en peysurnar úr lopablöðunum.
Fjóla Rún Brynjarsdóttir, samfélagsmiðlastjóri Markend og eigandi Hrafnagull.is, lærði að prjóna aðeins fimm ára gömul. Fjóla er alltaf með eitthvað á prjónunum en hún segir að heill heimur hafi opnast þegar hún áttaði sig á því að það væri hægt að prjóna margt annað en peysurnar úr lopablöðunum.
„Ég myndi segja að hann væri frekar einfaldur og tímalaus. En svo finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt og blanda því við. Ég hef alltaf haft gaman af því að klæða mig upp og var ennþá á leikskóla þegar ég keypti mér mitt fyrsta veski. Ég tók það að sjálfsögðu með mér allt, meira segja í Bónus. Ég man ekki eftir því hvað ég geymdi í veskinu en það var ekki aðal atriðið,“ segir Fjóla þegar hún lýsir fatastílnum sínum.
Fjóla lærði að brjóna þegar hún var fimm ára en móðir hennar hefur alltaf prjónað mikið.
„Ég man enn þá eftir því að hafa suðað í henni að kenna mér að prjóna, sem hún gerði svo. Ég byrjaði nú ekki að prjóna að neinni alvöru strax en þegar ég var í 7. bekk þá prjónaði ég fyrstu peysuna mína. Ég tók oft tímabil þar sem ég prjónaði mikið og hætti svo alveg í nokkra mánuði en ég hef ekki lagt frá mér prjónana núna síðan 2020 og það var aðallega vegna þess að þá uppgötvaði ég hvað var hægt að prjóna margt annað en bara peysurnar úr lopablöðunum.
Ég hreinlega veit ekki afhverju mér datt ekki í hug fyrr að fara leita af uppskriftum á netinu en það er svo mikið af flottu prjónafólki sem er líka að hanna uppskriftir, bæði erlendis og hér á Íslandi. Það er frábært hvað er hægt að velja úr miklu,“ segir Fjóla.
„Mér finnst það mjög róandi og frábært að geta tekið smá stund úr deginum eða kvöldinu þar sem maður er ekki í símanum og er bara í slökun með prjónana. Það er líka svo góð tilfinning þegar maður klárar flík sem maður hefur lagt mikla vinnu og tíma í og getur farið að nota hana.
Ég er nánast hætt að kaupa mér prjónaflíkur. Það sem ég prjóna sjálf endist mikið lengur en það sem ég myndi kaupa út í búð. Bæði vegna þess að ég vel garnið sjálf í peysuna og passa mig sérstaklega vel að ég sé að kaupa eitthvað sem endist og ég næ að gera hana alveg nákvæmlega eins og ég vil hafa hana.
Hingað til hef ég bara prjónað eftir uppskriftum en oft breyti ég þeim til að hafa þær alveg eins og ég vil. Stundum er ég komin með hugmynd að peysu í hausnum og reyni svo að finna uppskrift sem er svipuð og breyti henni svo eins og hafði séð peysuna fyrir mér“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Ég fékk draumaskóna í jólagjöf sem eru stígvél með breiðri tá frá Vagabond. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég veit að ég á eftir að nota þá í mörg ár. Einnig er líka peysa sem ég prjónaði í fyrra frá MyFavoriteThingsKnitwear– Sweater no.8 í miklu uppáhaldi og líklega mest notaða flíkin mín.“
Hvað finnst þér setja punktinn yfir i-ið
„Skartgripir, ég er alltaf með einhverja skartgripi á mér. Ég er mikið með fíngerða hringa og svo er ég alltaf með eyrnalokka. Uppáhalds skartið mitt er perluhálsfesti og armband sem amma mín átti. Ég nota það mikið.“
Bestu kaup sem þú hefur gert?
„Bestu kaup sem ég hef gert er „oversized trenchcoat“ sem ég keypti í Paris í haust. Hún passar við allt og þó ég væri í jogging fötum þá er alltaf eins og ég hafi haft fyrir að klæða mig. Það góða við að hafa hana svona víða er að það er hægt að vera í mörgum lögum undir sem er oft nauðsynlegt ef maður býr á Íslandi.“
Áttu þér uppáhaldsverslun?
„Uppáhaldsverslunin mín er & Other Stories og Mango. Ég fer alltaf inn í & Other Stories þegar ég fer erlendis og kaupi oftast eina eða tvær flíkur. Mér finnst langþægilegast og skemmtilegast að versla mér föt á netinu og þá versla ég oftast á Mango.“
Áttu þér uppáhaldsmerki eða tískufyrirmynd?
„Ég fylgist mikið með tískunni á Instagram og ef ég sé einhvern með flottan fatastíl þá fylgi ég þeim. Uppáhalds Instagrammarinn minn þessa stundina er chloejade_story. Hún er mikið í „oversized“ fötum og oftast í hlutlausum litum.
Mamma mín er líka tískufyrirmyndin mín, hún er alls ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt og þú sérð hana sjaldan í öllu svörtu. Það er mjög heppilegt fyrir mig að við notum sömu fatastærð þannig ég plata hana oft til að lána mér eitthvað.“
Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum þessa stundina?
„Ég myndi segja góða lambhúshettu fyrir veturinn! Ég prjónaði mér nýlega lambhúshettu úr mjög hlýju og góðu garni og hef notað mjög mikið síðustu daga í kuldanum. Ég er algjör kuldaskræfa þannig ég er hæstánægð með hana.“
Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn?
„Á óskalistanum er Sweater no.18 frá Myfavoritethingsknitwear en hún er einmitt á prjónunum hjá mér núna! Hún er oversized og í 80's stíl, ég hugsa að ég muni nota hana mikið.“