Prjóna fyrir úkraínsk börn á flótta

Handavinna | 7. mars 2022

Prjóna fyrir úkraínsk börn á flótta

Vel hefur gengið að safna prjónuðum peysum, húfum, vettlingum og sokkum fyrir börn á flótta frá Úkraínu að sögn Jóhönnu S. Vilhjálmsdóttur eiganda Gallery Spuna. Verslunin tók að sér í síðustu viku að safna prjónuðum flíkum fyrir barnafjölskyldur sem koma hingað til lands með lítinn farangur og lítið á milli handanna. 

Prjóna fyrir úkraínsk börn á flótta

Handavinna | 7. mars 2022

Starfsmenn Gallery Spuna hafa tekið við mikið af sokkum, húfum, …
Starfsmenn Gallery Spuna hafa tekið við mikið af sokkum, húfum, vettlingum og peysum handa flóttamönnum frá Úkraínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vel hefur gengið að safna prjónuðum peysum, húfum, vettlingum og sokkum fyrir börn á flótta frá Úkraínu að sögn Jóhönnu S. Vilhjálmsdóttur eiganda Gallery Spuna. Verslunin tók að sér í síðustu viku að safna prjónuðum flíkum fyrir barnafjölskyldur sem koma hingað til lands með lítinn farangur og lítið á milli handanna. 

Vel hefur gengið að safna prjónuðum peysum, húfum, vettlingum og sokkum fyrir börn á flótta frá Úkraínu að sögn Jóhönnu S. Vilhjálmsdóttur eiganda Gallery Spuna. Verslunin tók að sér í síðustu viku að safna prjónuðum flíkum fyrir barnafjölskyldur sem koma hingað til lands með lítinn farangur og lítið á milli handanna. 

Gallery Spuni sendi út ákallið á fimmtudaginn í síðustu viku og segir Jóhanna prjónara um allt land hafa haft samband við þær um að prjóna fyrir börnin. 

„Það hefur verið stöðugur straumur. Við höfum verið að taka endalaust við. Það eru margar sem eiga mikið til á lager og hafa engan annan til að gefa til. Ég tók á móti einni sem var að koma úr Hveragerði í gær. Það er bara frábært hvað þær eru viljugar,“ segir Jóhanna. 

Gallery Spuni hefur lagt til garn til viljugra prjónara.
Gallery Spuni hefur lagt til garn til viljugra prjónara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vantar peysur og bangsa

Það eiga margar flíkur eftir að skila sér í hús en Jóhanna hefur skaffað garn til þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum en hafa ekki efni á því. Jóhanna segir að mikið sé um húfur, sokka og vettlinga en að helst vanti peysur, en það er auðvitað tímafrekara að prjóna peysur. 

„Ég hef líka biðlað til þeirra að prjóna svona lítil kúrudýr og bangsa fyrir börnin,“ segir Jóhanna.

Stefnt er að því að fara með afraksturinn til þeirra úkraínsku fjölskyldna sem koma hingað til lands. Í það minnsta 56 flóttamenn frá Úkraínu eru komnir til landsins en ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu mörgum flóttamönnum Ísland getur tekið á móti.

Þau sem vilja leggja sitt af mörkum geta farið með prjónaðar flíkur í Gallery Spuna í Engihjalla. 

Konurnar prjóna líka fígúrur og bangsa handa börnunum.
Konurnar prjóna líka fígúrur og bangsa handa börnunum. Eggert Jóhannesson
mbl.is