Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

Heimili | 10. mars 2022

Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

Leiguíbúðir Naustavarar eru fyrir alla sem eru 60 ára og eldri. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, segir að íbúðirnar séu góður kostur fyrir þá sem vilja hafa það sem best á sínum efri árum. 

Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

Heimili | 10. mars 2022

Ljósmynd/Colourbox

Leiguíbúðir Naustavarar eru fyrir alla sem eru 60 ára og eldri. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, segir að íbúðirnar séu góður kostur fyrir þá sem vilja hafa það sem best á sínum efri árum. 

Leiguíbúðir Naustavarar eru fyrir alla sem eru 60 ára og eldri. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, segir að íbúðirnar séu góður kostur fyrir þá sem vilja hafa það sem best á sínum efri árum. 

„Leiguíbúðir Naustavarar eru hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu. Íbúðirnar eru afar góður kostur þar sem fólki býðst að búa í framúrskarandi íbúðum sem taka mið af þörfum eldra fólks. Þær eru fyrir alla 60 ára og eldri sem geta búið í sjálfstæðri búsetu. Í lífsgæðakjörnunum er stutt að sækja þjónustu og félagsstarf. Leiguíbúðir Naustavarar standa í nágrenni við Hrafnistuheimili og eru í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Brúnavegi, Jökulgrunni og Sléttuvegi í Reykjavík, Boðaþingi í Kópavogi og Hraunvangi í Hafnarfirði,“ segir Sigurður.

Hann segir að gott aðgengi sé í íbúðunum og þær séu sérhannaðar með þarfir eldra fólks í huga.

„Lögð er áhersla á öryggi, forvarnir og innangengi. Í öllum húsunum eru lyftur og alls staðar innangengt yfir á næsta Hrafnistuheimili. Hurðaop og gangar eru breiðari en gengur og gerist, einnig eru baðherbergi og eldhús sérhönnuð svo auðvelt sé að nota ýmiss konar stuðningstæki.“

Íbúðirnar eru frá 45 til 100 fm og segir Sigurður að mislangur biðlisti sé í að komast að.

„Íbúðirnar eru eftirsóttar en biðlistarnir eru mislangir eftir stærð og staðsetningu,“ segir hann.

Sigurður segir að það felist mikil lífsgæði í því að búa innan um annað fólk sem sé á svipuðu reki.

„Það er mikilvægt að hafa aðgang að afþreyingu og skipulögðu félagsstarfi. Líkamleg og félagsleg virkni er mjög mikilvæg, ekki síst þegar á efri ár er komið. Naustavör er umhugað um vellíðan íbúa og telur mikilvægt að tryggja aðgengi þeirra að fjölbreyttri afþreyingu og hreyfingu. Oft verður til vinskapur á meðal íbúa og gömul kynni rifjast upp,“ segir hann.

mbl.is