Veitingastaðurinn Sketch er einn heitasti staðurinn í Lundúnaborg. Staðurinn var þekktur fyrir bleikar innréttingar og var vinsælt að birta myndir af sér á Instagram af staðnum. Nú hefur staðurinn breyst töluvert og er orðinn gulur.
Veitingastaðurinn Sketch er einn heitasti staðurinn í Lundúnaborg. Staðurinn var þekktur fyrir bleikar innréttingar og var vinsælt að birta myndir af sér á Instagram af staðnum. Nú hefur staðurinn breyst töluvert og er orðinn gulur.
Veitingastaðurinn Sketch er einn heitasti staðurinn í Lundúnaborg. Staðurinn var þekktur fyrir bleikar innréttingar og var vinsælt að birta myndir af sér á Instagram af staðnum. Nú hefur staðurinn breyst töluvert og er orðinn gulur.
Staðurinn opnaði árið 2014 í hinu fína Mayfair-hverfi og varð fljótlega afar vinsæll. Það var arkitektinn India Mahdavi sem sá um að hönnunina á kandíflosbleiku innréttingunum og sá einnig um gulu endurhönnunina að því fram kemur á vef Condé Nast Traveller. Nú hefur hulunni verið svipt af nýja útlitinu.
Það er spurning hvort að guli liturinn slái í gegn hjá áhrifavöldum og öðrum sem elska að taka fallegar myndir af sér og birta á samfélagsmiðlum. Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur hafa meðal annars verið duglegar að koma við á staðnum.
Árið 2019 greindi Ferðavefurinn frá því að samfélagsmiðlastjörnurnar Móeiður Lárusdóttir og Alexandra Helga Ívarsdóttir hefðu gert sér ferð á staðinn. Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason hafa einnig borðað á staðnum en þau eru þekkt fyrir að vera með puttana á púlsinum þegar lúxus og góður matur er annars vegar. Plötusnúðurinn DJ Dóra Júlía greindi einnig frá því fyrir nokkrum árum að staðurinn væri í uppáhaldi hjá henni í viðtali á matarvef mbl.is.