Dásamlegur karrýfiskur í Hönnupotti

Dásamlegur karrýfiskur í Hönnupotti

Matarbloggarinn og keramikerinn Hanna Þóra deilir hér dásamlegri uppskrift að karrýfisk sem hún framreiðir í Hönnupottunum frægu sem Hanna Þóra á heiðurinn að og selur í galleríi sínu Gallerí Hólshraun.

Dásamlegur karrýfiskur í Hönnupotti

Hvað er í matinn í kvöld? | 14. mars 2022

Ljósmynd/Hanna

Matarbloggarinn og keramikerinn Hanna Þóra deilir hér dásamlegri uppskrift að karrýfisk sem hún framreiðir í Hönnupottunum frægu sem Hanna Þóra á heiðurinn að og selur í galleríi sínu Gallerí Hólshraun.

Matarbloggarinn og keramikerinn Hanna Þóra deilir hér dásamlegri uppskrift að karrýfisk sem hún framreiðir í Hönnupottunum frægu sem Hanna Þóra á heiðurinn að og selur í galleríi sínu Gallerí Hólshraun.

Þessi uppskrift ætti engan að svíkja.

Karrýfiskur í potti

Þorskhnakki í karrýsósu með hvítkáli og sveppum

Hér kemur mín útgáfa af fiskipönnu lágkolvetnagoðsins elduð í Hönnupotti… ótrúlega einfalt og gott.  Allir sáttir og karrýfólk heimilisins alltaf extra sátt.  Ef þú átt ekki Hönnupott er bara um að gera að nota ofnhelt ílát með loki – betra ef það er ekki alltof stórt.  Það skiptir máli að hafa lokið á í ofninum til að koma í veg fyrir uppgufun.

ATH. Magnið af hvítkáli og blómkáli er smekksatriðið – það getur vel komið í staðinn fyrir hrísgrjón eða kartöflur og því gott að hafa meira en minna.

  • 800 g þorskhnakki
  • 1 egg
  • 3 msk. karrý frá Pottagöldrum
  • 400 – 500 g hvítkál – skorið í þunnar ræmur
  • 250 g sveppir – skornir í báta
  • ½ – 1 blómkálshöfuð – kurlað eða rifið með rifjárni
  • 1½ – 2 dl matreiðslurjómi/rjómi
  • 1½ – 2 dl rjómaostur

 Aðferð:

  • Egg pískað í skál ásamt helmingi af karrýinu (1½ msk)
  • Ofninn stilltur á 180°C
  • Olía sett á pönnu og hituð
  • Fiskbitum velt upp úr karrýegginu og þeir settir á heita pönnuna – bitunum snúið við og látnir brúnast aðeins
  • Fiskbitar teknir af pönnunni og settir í leirpott
  • Pannan hituð aftur – aðeins af olíu sett á.  Hvítkál steikt í nokkrar mínútur og hellt yfir fiskinn
  • Pannan hituð á ný og blómkálskurl steikt og sett yfir í pottinn
  • Nú er pannan hituð aðeins meira og smá af olíu sett á – klípa af smjöri gefur gott bragð. Sveppir snöggsteiktir á pönnunni og settir í pottinn
  • Hiti lækkaður og rjómi, rjómaostur og karrý sett á pönnuna – hrært í. Þegar blandan er orðin slétt og fín er henni hellt yfir fiskinn
  • Potturinn settur í ofninn (með lokinu á – annars þornar fiskurinn) og eldað í 15 – 20 mínútur

Meðlæti: Borið fram með fersku salati

mbl.is