Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Vöggustofur í Reykjavík | 14. mars 2022

Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Þau markmið sem borgarráð hefur kynnt sem grundvöll rannsóknar á starfsemi vöggustofa borgarinnar, eru ófullnægjandi og verður alls ekki séð að athugunin muni koma til með að skila þeim niðurstöðum sem mestu máli skipta.

Segja markmið borgarinnar ófullnægjandi

Vöggustofur í Reykjavík | 14. mars 2022

Fulltrúar Réttlætis vilja að rannsóknin verði útvíkkuð.
Fulltrúar Réttlætis vilja að rannsóknin verði útvíkkuð. Ljósmynd/Aðsend

Þau markmið sem borgarráð hefur kynnt sem grundvöll rannsóknar á starfsemi vöggustofa borgarinnar, eru ófullnægjandi og verður alls ekki séð að athugunin muni koma til með að skila þeim niðurstöðum sem mestu máli skipta.

Þau markmið sem borgarráð hefur kynnt sem grundvöll rannsóknar á starfsemi vöggustofa borgarinnar, eru ófullnægjandi og verður alls ekki séð að athugunin muni koma til með að skila þeim niðurstöðum sem mestu máli skipta.

Þetta kemur fram í opnu bréfi til borgaryfirvalda sem var sent út fyrir hönd hópsins Réttlætis, sem er hópur einstaklinga sem voru vistaðir sem börn á vöggustofunum.

Þá hafi borgarráð ekki notað orðið rannsókn til að lýsa starfi nefndarinnar heldur frekar verið notast við orðin „athugun“, „að lýsa“ og „leitast við“ til að lýsa störfum hennar. Ekki sé hægt að túlka þetta á annan hátt en að grunnt verði kafað.

Heildstæð athugun

Tilefni bréfsins er tilkynning borgarráðs sem var send út í síðustu viku þar sem greint var frá því að tillaga um nefnd þriggja og óháðra einstaklinga sem eiga að gera „heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins“, hafi verið samþykkt.

Þar kom fram að samkvæmt ákvörðun borgarráðs yrðu markmið og meginverkefni nefndarinnar sexþætt:

  1. Að lýsa starfsemi vöggustofanna, hlutverki þeirra í barnaverndar- og/eða uppeldismálum og tildrögum þess að börn voru vistuð þar á því tímabili sem um ræðir.
  2. Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð.
  3. Að lýsa því hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofunum var háttað.
  4. Að lýsa öðrum atriðum sem tengjast starfsemi vöggustofanna og nefndin telur þarfnast skoðunar.
  5. Nefndin skal skila skýrslu um störf sín til borgarráðs.
  6. Leggja grundvöll að tillögum til borgarráðs um frekari viðbrögð ef ástæða þykir til.

Ómarkviss og illa skilgreind

Eins og fram kom í byrjun fréttar eru fulltrúar þeirra sem vistaðir voru á Vöggustofunum sem börn, ekki fullkomlega sáttir við ákvörðun borgarráðs. Telja þeir markmið yfirvalda illa skilgreind og ómarkviss og hafa þeir því komið fram með nýjar rannsóknarspurningar fyrir nefndina.

Hljóða þær svo:

  1. Hverjar voru ástæður þess að börn voru vistuð á vöggustofum borgarinnar?
  2. Hver var ástæða þess að stórskaðlegir starfshættir, sem gengu þvert gegn fyrirliggjandi rannsóknum, heilbrigðri skynsemi og mannlegu eðli, voru við lýði á vöggustofum borgarinnar?
  3. Hvernig þrifust börn á meðan þau voru vistuð á vöggustofum borgarinnar?
  4. Hversu mörg börn létust á vöggustofum borgarinnar og hver var dánarorsökin?
  5. Hvað varð um börn sem vistuð voru á vöggustofum borgarinnar og hvernig vegnaði þeim í lífinu?

Algjört skilningsleysi

Segir einnig í bréfinu að eitt af þeim markmiðum sem borgarráð hafi útlistað beri með sér algjört skilningsleysi á starfsháttum vöggustofanna:

„Að leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á stofnuninni hafi sætt illri meðferð...“ Það er óumdeild staðreynd, studd með mörgum rannsóknum, að starfshættir þeir sem tíðkuðust á vöggustofum borgarinnar buðu ekki upp á annað en skaðlega og illa meðferð á öllum börnum sem þar voru vistuð. Þetta atriði er útgangspunktur og þarf því ekki að rannsaka sérstaklega.

Þá telja fulltrúar Réttlætis einnig mikilvægt að starfstímabilið sem rannsóknin á að taka fyrir verði víkkað úr 1949-1973 í 1949-1979, þar sem Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins var vissulega starfrækt til 1979. Því hafði einungis verið breytt í upptökuheimili árið 1973 fyrir börn á aldrinum 3 mánaða til 12 ára en fyrir liggur að á heimilinu haf vöggustofa einnig verið rekin á þeim tíma.

mbl.is