Bjarki Diego segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ánægjuefni, en fyrr í dag komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum hans til réttlátrar málsmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.
Bjarki Diego segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ánægjuefni, en fyrr í dag komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum hans til réttlátrar málsmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.
Bjarki Diego segir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ánægjuefni, en fyrr í dag komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum hans til réttlátrar málsmeðferðar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.
Hafði Bjarki verið boðaður í yfirheyrslu og var greint frá því að hann væri með stöðu vitnis, en síðar kom í ljós að sími hans var á sama tíma hleraður og voru endurrit af símtölum notuð í málinu. Fékk hann við næstu yfirheyrslu stöðu sakbornings, en MDE taldi að hann hefði átt að fá þá réttarstöðu strax miðað við að sími hans væri hleraður.
Þegar mbl.is náði tali af Bjarka sagðist hann ekki hafa náð að kynna sér dóminn efnislega. „En þetta er ánægjuleg niðurstaða sem kemur ekki á óvart.“ Spurður hvort komi til greina að óska eftir endurupptöku málsins hér á landi segir Bjarki að hann muni fyrst kynna sér niðurstöðuna áður en ákvörðun verði tekin. „En að sjálfsögðu kemur það til greina. Ég veit samt ekki hvað verður.“
MDE komst í málinu jafnframt að þeirri niðurstöðu að hlutabréfaeign eins Hæstaréttardómara í málinu, Viðars Más Matthíassonar, hafi ekki verið það mikil að það ylli vanhæfi hans, en tekið var fram að tap hans vegna falls Kaupþings hafi verið um 140 evrur. Sérstaklega var tekið fram að mun meira tap Viðars í Landsbankanum hefði ekki áhrif á vanhæfi hans í þessu máli, en MDE hafði áður sagt að Viðar hefði verið vanhæfur í svokölluðu Ímon-máli sem tengdist Landsbankanum.
Spurður út í þessa niðurstöðu, þ.e. að MDE væri ekki að tengja á milli þess sem gerðist í öllu bankakerfinu í tengslum við bankahrunið og hvort það kæmi á óvart segir Bjarki að í raun hafi mátt lesa svipaða niðurstöðu úr fyrri dómum MDE. Segir hann dómstólinn horfa á bankana sem einangrað fyrirbæri og því komi þetta ekki á óvart. „En hins vegar finnst mér svolítið undarlegt að horfa ekki á þetta sem heild ef ég tala bara hreint út,“ segir hann og bætir við að hann telji bæði dómara og almenning hér á landi hafa litið þannig á þetta. „Þú þyrftir kannski að vera hér á Íslandi til að skynja þetta sem eina heild en dómararnir í Mannréttindadómstólnum,“ segir Bjarki að lokum.