Brotið var á réttindum Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi, til réttlátrar málsmeðferðar í tengslum við rannsókn saksóknara á markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en í málinu var Bjarki sakfelldur og fékk tveggja og hálfs árs dóm. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, en dómur hans var birtur í dag.
Brotið var á réttindum Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi, til réttlátrar málsmeðferðar í tengslum við rannsókn saksóknara á markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en í málinu var Bjarki sakfelldur og fékk tveggja og hálfs árs dóm. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, en dómur hans var birtur í dag.
Brotið var á réttindum Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána hjá Kaupþingi, til réttlátrar málsmeðferðar í tengslum við rannsókn saksóknara á markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, en í málinu var Bjarki sakfelldur og fékk tveggja og hálfs árs dóm. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, en dómur hans var birtur í dag.
Fyrir MDE var tekist á um tvö atriði sem vörðuðu réttláta málsferð. Í fyrsta lagi taldi Bjarki að Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi Hæstaréttardómari sem meðal annars dæmdi í markaðsmisnotkunarmálinu, hefði verið vanhæfur vegna eignarhluta síns í Kaupþingi.
Áður hafði MDE meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, þar sem Viðar hefði verið vanhæfur í að dæma Ímon-málið, en Viðar tapaði um 16 milljónum á falli Landsbankans og var á meðal 50 stærstu hluthafa í bankanum á sínum tíma.
MDE kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að eignarhlutur Viðar í Kaupþingi hafi verið minniháttar, en dómstóllinn mat það svo að hann hafi tapað sem nemur um 140 evrum á falli bankans, eða um 20 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Telur dómstóllinn þá upphæð ekki það háa að hún kalli á vanhæfi. Þá er jafnframt sérstaklega tekið fram að tap hans í öðrum bönkum valdi ekki heldur vanhæfi.
Hitt atriðið varðaði rannsókn embætti sérstaks saksóknara, en Bjarki hafði verið yfirheyrður sem vitni í markaðsmisnotkunarmálinu og öðru máli sem embætti sérstaks saksóknara hafði til rannsóknar. Þrátt fyrir stöðu vitnis segir MDE að hann hafi í raun verið meðhöndlaður eins og sakborningur á sama tíma. Þannig hafi sími hans meðal annars verið hleraður og endurrit af símtölum verið notuð sem málsgögn fyrir dómi.
Í annað skiptið sem Bjarki var yfirheyrður hafði hann lögfræðing með sér og var þá tilkynnt að hann væri með stöðu sakbornings. Bjarki var sem fyrr segir ákærður í málinu, en það tengdist umboðssvikahlið málsins. Reyndi hann í tvígang að vísa sínum hluta málsins frá vegna símahlerananna án árangurs.
Segir í dómi MDE að íslenska ríkið hafi ekki getað sýnt fram á að þessi vinnubrögð hafi ekki komið í veg fyrir réttláta málsmeðferð yfir Bjarka. Þar sem sími hans hafi verið hleraður hafi hann átt að fá stöðu sakbornings við fyrstu yfirheyrslu. Tekið er fram að þó að Bjarka hafi verið tilkynnt fyrir yfirheyrsluna að hann þyrfti að svara sannleikanum samkvæmt og þyrfti ekki að varpa sök á sjálfan sig, þá hafi honum ekki verið boðin lögfræðiaðstoð. Taldi dómurinn enga ástæðu hafa verið fyrir að takmarka aðgang hans að slíkri aðstoð.
Héraðsdómur sakfelldi Bjarka árið 2015 fyrir sex af þeim sjö liðum sem hann var ákærður fyrir og var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur endurmat niðurstöðu héraðsdóms árið 2016 og sakfelldi Bjarka fyrir alla sjö ákæruliðina. Var dómurinn þó áfram hinn sami. Sama ár birtu fjölmiðlar upplýsingar um hlutabréfaeign Hæstaréttardómara og kom þar meðal annars fram að Viðar hafði átt stóran hlut í Landsbankanum og hlut í Kaupþingi.