Bandaríkin munu í dag lýsa því yfir að herforingjastjórnin í Mjanmar hafi framið þjóðarmorð með ofbeldi sínu gegn róhingjum.
Bandaríkin munu í dag lýsa því yfir að herforingjastjórnin í Mjanmar hafi framið þjóðarmorð með ofbeldi sínu gegn róhingjum.
Bandaríkin munu í dag lýsa því yfir að herforingjastjórnin í Mjanmar hafi framið þjóðarmorð með ofbeldi sínu gegn róhingjum.
Aðgerðasinnar og róhingjar hafa fagnað þessu.
Hundruð þúsunda róhingja, sem eru flestir múslímar, hafa flúið Mjanmar, þar sem búddistar eru í meirihluta, frá árinu 2017 eftir aðgerðir hersins gegn þeim. Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar hvort þar hafi verið framið þjóðarmorð.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun tilkynna þessa ákvörðun opinberlega í dag er hann heimsækir Helfararsafnið í Washington.
Um 850 þúsund róhingjar hafast við í flóttamannabúðum í nágrannalandinu Bangladess þaðan sem fregnir af fjöldamorðum og nauðgunum hafa borist. Aðrir 600 þúsund til viðbótar eru enn í ríkinu Rakhine í Mjanmar þar sem þeir segjast hafa orðið fyrir slæmri meðferð.