Gísli Marteins náði 3 tonnum á laugardag

Smábátaveiðar | 21. mars 2022

Gísli Marteins náði 3 tonnum á laugardag

Smærri bátar komust á sjó um helgina eftir langan óveðurskafla og var afli góður hjá þeim bátum sem róa á handfæraveiðum.

Gísli Marteins náði 3 tonnum á laugardag

Smábátaveiðar | 21. mars 2022

Gísli Marteinsson var glaður með sinn afla enda náði hann …
Gísli Marteinsson var glaður með sinn afla enda náði hann þremur tonnum. mbl.is/Alfons

Smærri bátar komust á sjó um helgina eftir langan óveðurskafla og var afli góður hjá þeim bátum sem róa á handfæraveiðum.

Smærri bátar komust á sjó um helgina eftir langan óveðurskafla og var afli góður hjá þeim bátum sem róa á handfæraveiðum.

Gísli Marteinsson var glaður á laugardag þegar hann kom að landi í Ólafsvík á bát sínum Glað SH með 3 tonn af flottum þorski. Handfærabáturinn Hilmir SH var með 1,5 tonn og Katrín ll SH með um eitt tonn.

Netabáturinn Bárður SH landaði 105 tonnum á Rifi á laugardag í tveimur löndunum, en þetta er afli miðað við hafnarvog og á þá eftir að draga krap og ísinn frá.

Þrátt fyrir góða veiði á handfærunum var lítið hjá línubátum og kenna menn um að mikið af loðnu er í Breiðarfirði og vill þorskurinn því ekki taka beituna. Vonast sjómenn nú að veður fari að skána á næstunni og segja að nóg sé komið af ótíð í bili.

Eins og sjá má á þessari mynd er þetta rígaþorskur …
Eins og sjá má á þessari mynd er þetta rígaþorskur sem Gísli fékk á færin. mbl.is/Alfons
mbl.is