Jaroslav rifjar upp hvernig stríðið hefur fært hann nær gömlum æskuvini sínum sem hann hafði ekki hitt í lengri tíma. Í Karkív héldu loftárásirnar áfram í alla nótt og Karine segir ómögulegt að semja við Rússa.
Jaroslav rifjar upp hvernig stríðið hefur fært hann nær gömlum æskuvini sínum sem hann hafði ekki hitt í lengri tíma. Í Karkív héldu loftárásirnar áfram í alla nótt og Karine segir ómögulegt að semja við Rússa.
Jaroslav rifjar upp hvernig stríðið hefur fært hann nær gömlum æskuvini sínum sem hann hafði ekki hitt í lengri tíma. Í Karkív héldu loftárásirnar áfram í alla nótt og Karine segir ómögulegt að semja við Rússa.
Við höldum áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borginni Ódessa í suðurhluta landsins, Sergei Lviv í vesturhluta landsins og Karine í borginni Karkív í austuhluta landsins, en þau deila með mbl.is reglulegum dagbókarfærslum sínum um ástandið, upplifun sína og hvað er efst í huga almennra borgara eftir að stríð hefur brotist út í eigin landi.
Karine í Karkív
„Í dag er tuttugasti og sjötti dagur innrásar Rússa. Við erum enn á lífi. Stöðugar loftárásir voru í alla nótt og við vorum mjög hrædd. Rússar eru að skjóta langdrægum eldflaugum á borgina og hávaðinn glymur hérna rétt hjá okkur og í fjarska. Þessir villimenn halda óbreyttum borgurum í skelfingu. Þeir eru að eyðileggja allt, drepa fólk og beita sálfræðilegum þrýstingi til að þvinga okkur til að ganga að kröfum þeirra. Hræðilegar fréttir bárust á laugardaginn þegar Boris Rómantsénkó sem var 96 ára lést í loftárás í Karkív. Hann lifði af helförina í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni, en var drepinn af rússneskri eldflaug og þeir kalla okkur nasista!
Samkvæmt upplýsingum frá Ígor Terekóv, borgarstjóra Karkív, voru 972 byggingar eyðilagðar og þar af 778 íbúðabyggingar. Það er ekki hægt að semja neitt við þetta fólk. Eina sem hægt er að samþykkja er að þessi villimannaþjóð Rússland verði afvopnuð og afnasistavædd. Þeir þurfa að fara eftir samningum sem gerðir voru eftir seinni heimsstyrjöldina.
Smá hlé frá hörmungunum. Ég sá í dag á netinu að í dag er dagur brúðuleikara. Ég tengist þeim heimi sjálf og bý til brúður. 23. febrúar sl.voru nokkrar af brúðunum mínum valdar til að vera á listasýningu samtaka listamanna í Karkív. Ég kallaði brúðurnar mínar: „Par á sigurdansleiknum.“ Auðvitað var sýningin aldrei opnuð, en hún verður opnuð þegar við höfum sigrað hryðjuverkaríkið Rússland.“
Jaroslav í Ódessu:
Dagurinn byrjaði á hávaða og hvellum frá stórskotaliðinu okkar og það var mjög hávært, eitthvað miklu meira en maður hefur áður heyrt. Hvellirnir stóðu yfir frá sex í morgun til klukkan níu fyrir hádegi. Klukkan 9.30 hófst svo vinnudagurinn hjá mér. Þrátt fyrir hvellina í morgun var andrúmsloftið óbreytt meðal fólksins hér. Allir voru enn rólegir þannig að í stórum dráttum hefur ekkert breyst.
Sá sem fer allar ferðirnar með mér, hann Tim, bjó til nokkrar kökur fyrir eldra folk sem býr í næstu húsum við hann. Tim er annars hálfur Georgíumaður, en við höfum þekkst aðeins frá í æsku. Síðast þegar við hittumst, áður en stríðið braust út, fórum við næstum því að slást yfir stelpu. Núna erum við hins vegar orðnir næstum því bestu vinir og góðir samstarfsfélagar í þessu sjálfboðastarfi. Þessar aðstæður hafa sýnt okkur hve vel við getum unnið saman.
Áður var Tim á sjónum og vann sem kokkur þar, en núna skipuleggur hann útkeyrslurnar okkar með glæsibrag.
Gamlir vinir mínir sem búa erlendis halda áfram að bjóða fram aðstoð sína á hverjum degi. Ég heyri líka í fólki sem ég hefði líklega ekki heyrt í aftur ef ekki hefði orðið fyrir þetta stríð og ég verð að segja að ég er þakklátur fyrir að heyra í þeim og upplifa þessa nostalgíu.
Sergei í Lvív
Tuttugasti og sjötti dagur stríðsins. Dagurinn reyndist mjög góður. Ég náði að slappa vel af, horfa á nokkra kvikmyndir og lesa bók. Fréttir af vígvellinum eru einnig nokkuð jákvæðar. Framganga rússnesku hermannanna hefur eiginlega verið stöðvuð á öllum helstu vígstöðum og þeim gengur illa að ná almennilegri fótfestu á herteknum svæðum.
Allir íbúar Úkraínu hlægja nú að því sem hefur gerst í litlum bæ nærri Kerson, Kornobaivka. Þar hafa rússneskir hermenn komið sér fyrir sjö sinnum en okkar hermenn í hvert skipti sigrað þá. Það virðist vera eins og þeir berjist samkvæmt gömlum sovéskum herkænskubókum og það lítur út fyrir að gangur stríðsins sé hægt og rólega að snúast okkur í hag.
Staðan: Sakna konunnar minnar og sonar svo mikið.