Eins og 007 í flauelsjökkum

Steldu stílnum | 23. mars 2022

Eins og 007 í flauelsjökkum

Það er ekkert nýtt að karlmenn sækist eftir því að líta út eins og njósnari hennar hátignar James Bond. Íslenskir karlmenn á borð við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Helga Björnsson tónlistarmann hafa greinilega fengið lánaðan kafla úr bók Daniel Craig sem fór síðast með hlutverk Bond í kvikmyndinni No Time To Die.

Eins og 007 í flauelsjökkum

Steldu stílnum | 23. mars 2022

Jakob Frímann Magnússon, Helgi Björnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson eru …
Jakob Frímann Magnússon, Helgi Björnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson eru allir eitursvalir í flauelinu. Samsett mynd

Það er ekkert nýtt að karlmenn sækist eftir því að líta út eins og njósnari hennar hátignar James Bond. Íslenskir karlmenn á borð við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Helga Björnsson tónlistarmann hafa greinilega fengið lánaðan kafla úr bók Daniel Craig sem fór síðast með hlutverk Bond í kvikmyndinni No Time To Die.

Það er ekkert nýtt að karlmenn sækist eftir því að líta út eins og njósnari hennar hátignar James Bond. Íslenskir karlmenn á borð við Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Helga Björnsson tónlistarmann hafa greinilega fengið lánaðan kafla úr bók Daniel Craig sem fór síðast með hlutverk Bond í kvikmyndinni No Time To Die.

Flauelsjakkar hafa verið áberandi á viðburðum nú í vetur. Um helgina klæddist Helgi brúnum flauelsjakka þegar hann tróð upp í afmæli Einars Bárðarsonar. Í sama afmæli var Jakob Frímann Magnússon, Stuð- og alþingismaður, en hann klæddist dökkbláum flauelsjakka. Halldór Benjamín klæddist flauelsjakka bláum að lit þegar hann mætti á Iðnþingi í Hörpu í síðustu viku. 

Það má segja að stórleikarinn Craig hafi komið flauelsjökkunum aftur í tísku þegar hann mætti á frumsýningu No Time To Die í Lundúnum í september á síðasta ári. Þá mætti hann í bleikum jakka sem hann paraði við svartar buxur, hvíta skyrtu og slaufu. 

Rúmum tveimur vikum seinna mætti Vilhjálmur Bretaprins í grænum flauelsjakka þegar Earthshot verðlaunin voru afhent. Leikarinn Jared Leto hefur svo rifið fram hvern flauelsjakkann á fætur öðrum á viðburðum í tengslum við kvikmynd sína House of Gucci. 

Vilhjálmur Bretaprins, Daniel Craig og Jared Leto hafa allir skellt …
Vilhjálmur Bretaprins, Daniel Craig og Jared Leto hafa allir skellt sér út á lífið í flauelsjakka.
mbl.is