Sergei er farinn að ókyrrast um stöðuna í Lvív og óttast hið versta um íhlutun Hvíta-Rússlands. Á sama tíma og Jaroslav og félagar geta fagnað áfanga fyrir sjálfboðastarfið eru efasemdir um hvenær stríðinu gæti lokið að spretta upp hjá honum. Sprengjuárásirnar halda áfram í Karkív hjá Karine, en hún er enn handviss um sigur Úkraínu.
Sergei er farinn að ókyrrast um stöðuna í Lvív og óttast hið versta um íhlutun Hvíta-Rússlands. Á sama tíma og Jaroslav og félagar geta fagnað áfanga fyrir sjálfboðastarfið eru efasemdir um hvenær stríðinu gæti lokið að spretta upp hjá honum. Sprengjuárásirnar halda áfram í Karkív hjá Karine, en hún er enn handviss um sigur Úkraínu.
Sergei er farinn að ókyrrast um stöðuna í Lvív og óttast hið versta um íhlutun Hvíta-Rússlands. Á sama tíma og Jaroslav og félagar geta fagnað áfanga fyrir sjálfboðastarfið eru efasemdir um hvenær stríðinu gæti lokið að spretta upp hjá honum. Sprengjuárásirnar halda áfram í Karkív hjá Karine, en hún er enn handviss um sigur Úkraínu.
Við höldum áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borginni Ódessa í suðurhluta landsins, Sergei í Lvív í vesturhluta landsins og Karine í borginni Karkív í austuhluta landsins, en þau deila með mbl.is reglulegum dagbókarfærslum sínum um ástandið, upplifun sína og hvað er efst í huga almennra borgara eftir að stríð hefur brotist út í eigin landi.
Jaroslav í Ódessu:
Í dag náðist ákveðinn áfangi. Við fengum formlega skráningu sem sjálfboðasamtök og hluti hópsins er nú komin með sérstök réttindi í tengslum við sjálfboðastarf. Við fögnuðum þessum áfanga og vorum saman yfir kvöldið og nóttina.
Fljótlega mun ég hitta vin minn sem starfaði fyrir stríðið sem listamaður. Hann er eins og stendur í Donbas-héraðinu, en hann ætlar að koma hingað til Ódessu í nokkra daga áður en hann fer svo aftur til baka, rétt að víglínunni. Ég vona að allt verði í lagi hjá honum og að okkur muni takast að hittast.
Líf okkar hér er í raun algjörlega fáránlegt. Eins og ég hef sagt áður líður mér eins og ég sé í bíómynd. Hvað ef þessi bíómynd endar aldrei?
Sergei í Lvív:
Tuttugasti og sjöundi dagur stríðsins. Í dag hlustaði ég nánast eingöngu á tónlist allan daginn, en þó með nokkrum pásum. Á sama tíma glumdu loftvarnaflauturnar næstum allan daginn, en það hafði ekki gerst lengi.
Fréttir um mögulega þátttöku Hvíta-Rússlands í stríðinu valda áhyggjum hér, en ef af yrði myndu þeir ráðast hingað inn í vesturhluta Úkraínu. Reyni að hugsa ekki um það.
Ég heimsótti foreldra mína og við borðuðum kvöldmat saman. Við ræddum saman um hvað við myndum gera ef allt færi á versta veg. Næstu dagar munu sýna hvort ég hef rétt eða rangt fyrir mér.
Staðan: Hlusta á Push the sky away með Nick Cave.
Karine í Karkív:
Stórskotaárásirnar héldu áfram í nótt. Við heyrðum hljóð úr langdrægum sprengivörpum, en skotmörkin voru nokkuð langt frá þar sem við búum. Við höfum enn ekki heyrt Rússana nota „hail“ eða „tornado“ sprengjuvörpur. Allan gærdag heyrðum við skot- og sprengjuhljóð í útjaðri borgarinnar. Mögulega hefur varnarsveitunum tekist að ýta óvininum frá borginni.
Þessi morgun var hins vegar yndislegur. Ég fór í gönguferð með nágrannakonu minni og hundunum okkar beggja. Hún sagði að síðar í dag færi hún í viðtal hjá frönskum blaðamanni. Þetta er sama nágrannakona og ég sagði frá að hefði átt 80 ára afmæli um daginn. Á myndinni má sjá okkur tvær með hundinum mínum Gleði og hundum hennar, þeim Matthildi og Karabas.
Samkvæmt fréttum dagsins skutu Rússar sprengjum á hesthús nærri borginni Gostomel og daginn áður skutu þeir á efnaverksmiðju nærri borginni Sumí með þeim afleiðingum að einhver efni láku út. Þetta sýnir að Rússana skortir samkennd og manngæsku.
Í þeim borgum sem Rússar hafa náð hafa hermennirnir rænt íbúa, brotist inn á heimili þaðan sem íbúar flúðu og stolið eigum þeirra. Þetta eru ræningjar og þjófar. Gjörðir þeirra endurspegla almannavilja og það samfélag sem er til staðar í Rússlandi. Það er hræðilegt að meirihluti Rússa styðji stríðið gegn Úkraínu.
Ég hef engar efasemdir um að Úkraína muni vinna og að Rússar muni þurfa að borga fyrir þessar syndir sínar.