Byggja upp tengslanet vegna stríðsins

Raddir frá Úkraínu | 24. mars 2022

Byggja upp tengslanet og ná sambandi við áhrifafólk

Eftir metdag á þriðjudaginn í Lvív þar sem loftvarnaflautur glumdu mjög reglulega yfir daginn var rólegra í gær og ekki heyrðist einu sinni í flautunum. Í Ódessu hafa hins vegar flauturnar glumið reglulega síðustu 3-4 daga. Vorið virðist svo loks almennilega vera að taka við sér í Lvív. 

Byggja upp tengslanet og ná sambandi við áhrifafólk

Raddir frá Úkraínu | 24. mars 2022

Jaroslav í Ódessa að skipuleggja næstu daga í útdeilingu fyrir …
Jaroslav í Ódessa að skipuleggja næstu daga í útdeilingu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. Ljósmynd/Jaroslav

Eftir metdag á þriðjudaginn í Lvív þar sem loftvarnaflautur glumdu mjög reglulega yfir daginn var rólegra í gær og ekki heyrðist einu sinni í flautunum. Í Ódessu hafa hins vegar flauturnar glumið reglulega síðustu 3-4 daga. Vorið virðist svo loks almennilega vera að taka við sér í Lvív. 

Eftir metdag á þriðjudaginn í Lvív þar sem loftvarnaflautur glumdu mjög reglulega yfir daginn var rólegra í gær og ekki heyrðist einu sinni í flautunum. Í Ódessu hafa hins vegar flauturnar glumið reglulega síðustu 3-4 daga. Vorið virðist svo loks almennilega vera að taka við sér í Lvív. 

Við höld­um áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borg­inni Ódessa í suður­hluta lands­ins og Ser­gei í Lvív í vest­ur­hluta lands­ins, en þeir deila með mbl.is reglu­leg­um dag­bók­ar­færsl­um sín­um um ástandið, upp­lif­un sína og hvað er efst í huga al­mennra borg­ara eft­ir að stríð hef­ur brot­ist út í eig­in landi.

Miðvikudagur 23. mars

Jaroslav í Ódessu

Á morgun munum við halda áfram að keyra út mat til þeirra sem þurfa. Ég er núna að taka saman upplýsingar um þá sem við höfum aðstoðað áður sem og aðra sem munu bætast við. Sjálfboðaliðahópurinn okkar hefur einnig stigið nokkur jákvæð skref í áttina að því að fá senda alþjóðlega aðstoð á nauðsynjavörum. Þegar hefur tekist að koma á sambandi við ýmist áhrifafólk og okkur er að takast að byggja upp nokkuð gott tengslanet.

Í dag héldum við áfram að vinna með erlenda ljósmyndaranum sem fylgir okkur. Hann hefur einnig hjálpað okkur varðandi allskonar viðvik og að leita uppi upplýsingar.

Síðustu 3-4 daga hafa loftvarnaflauturnar glumið miklu meira en dagana og vikurnar þar á undan. Jákvæðar fréttir frá víglínunni af hersveitum okkar hjálpa þó til við að halda fólki hér rólegu og hefur lífið náð að ganga nokkuð eðlilega sinn vana gang hér í borgum sem ekki hafa verið sprengdar.

Í dag var líka annar heimsóknardagur á skeiðbrautina hér í borginni. Við fórum með ávexti og grænmeti til þeirra 30 hesta sem eru þar. Þetta ætti að duga sem nammi fyrir þá næstu vikuna.

Sergei í Lvív

Tuttugasti og áttundi dagur stríðsins. Hitastigið úti er loksins byrjað að hækka, en ég þarf samt áfram að verja stórum hluta dagsins í rúminu eftir aðgerðina. Dagurinn fór að stórum hluta í lestur bóka og að tala við eiginkonu mína. Hún og sonur okkar eru alveg örugg og líður vel. Auðvitað sakna ég þeirra, en innsæið segir mér að við munum hittast fljótlega aftur. Í dag horfði ég einnig á heimildarmynd um listamanninn H. R. Giger og listsköpun hans.

Í dag heyrðist ekkert í loftvarnaflautunum, en daginn áður var örugglega sett met og þær glumdu á tveggja klukkustunda fresti allan daginn.

Ég trúi því varla enn þá að við höfum búið við stríð í heilan mánuð og að svona mikið hafi gerst á þessum tíma. Rússlandi hefur tekist að koma hlutum þannig fyrir að allt rússneskt verður fyrirlitið í mörg ár og jafnvel kynslóðir.

Við munum ekki fyrirgefa Maríupol, Karkív, Tjernikív og Kænugarð og þeim seku verður refsað að fullu. Ég mun heldur ekki gleyma stuðningi frá einstaklingum og ríkjum víðs vegar um heiminn. Við munum án efa sigra!

mbl.is