Lögregla framkvæmdi húsleit á heimili Karls Wernerssonar, eins af fyrrverandi aðaleigendum fjárfestingafélagsins Milestone, í gær. Þá leitaði lögregla einnig á vinnustað Karls, heimili fjölskyldumeðlima hans og fleiri einstaklinga. Karl sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú í morgun og segir hann þar að yfirvöld hafi ofsótt hann vegna meintra bókhaldsbrota á árunum fyrir hrun.
Lögregla framkvæmdi húsleit á heimili Karls Wernerssonar, eins af fyrrverandi aðaleigendum fjárfestingafélagsins Milestone, í gær. Þá leitaði lögregla einnig á vinnustað Karls, heimili fjölskyldumeðlima hans og fleiri einstaklinga. Karl sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú í morgun og segir hann þar að yfirvöld hafi ofsótt hann vegna meintra bókhaldsbrota á árunum fyrir hrun.
Lögregla framkvæmdi húsleit á heimili Karls Wernerssonar, eins af fyrrverandi aðaleigendum fjárfestingafélagsins Milestone, í gær. Þá leitaði lögregla einnig á vinnustað Karls, heimili fjölskyldumeðlima hans og fleiri einstaklinga. Karl sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins nú í morgun og segir hann þar að yfirvöld hafi ofsótt hann vegna meintra bókhaldsbrota á árunum fyrir hrun.
„Mál vegna þessa hafa nú tekið 14 ár á þessu ári með viðeigandi óvissu fyrir alla aðila. Á þeim tíma hafa fallið dómar og áfrýjanir hafa orðið að frekari dómum. Ég hef setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og verið í stofufangelsi,“ segir í yfirlýsingu Karls.
Ríkið viðurkenndi fyrr á þessu ári að brotið hefði verið á rétti Karls, og fleira fólks, til réttlátrar málsmeðferðar í málum sem höfðuð voru gegn þeim eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiddi ríkið fólkinu um 1,8 milljónir króna á mann vegna þessa.
Karl óskaði eftir endurupptöku Milestone-málsins svokallaða, ásamt tveimur öðrum, og samþykkti endurupptökudómur það í byrjun árs.
Í málinu var Karl fundinn sekur – ásamt bróður sínum Steingrími og Guðmundi Ólasyni fyrrverandi forstjóra Milestone – fyrir að hafa látið Milestone fjármagna kaup bræðranna á hlutafé systur þeirra, Ingunnar, í félaginu. Hafi verið með öllu óvíst frá hverjum, hvenær eða með hvaða hætti Milestone fengi fjármunina til baka.
Héraðsdómur hafði áður sýknað í málinu en Hæstiréttur sneri dóminum við og sagði að umræddir fjármögnunarsamningar hefðu engar skuldbindingar lagt á Milestone heldur eingöngu Karl og Steingrím en þrátt fyrir það hafi félagið verið látið efna samningana við Ingunni upp á tæplega 5,1 milljarð króna. Þannig hefðu þeir misnotað aðstöðu sína hjá Milestone. Voru þeir jafnframt sakfelldir fyrir umboðssvik og fyrir meiriháttar brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga og að hafa rangfært efnahagsreikninga félagsins.
Karl var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar.
Í yfirlýsingu sinni vísar Karl í niðurstöðu endurupptökudómsins:
„….með vísan til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sönnunarbyrði um sekt ákærðu hvíli á ákæruvaldinu og að allan vafa um sök hans beri a meta honum í hag, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008 og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, þykir rétt með hliðsjón af framangreindu og eins og atvikum máls er háttað, að leggja til grundvallar að verulegir gallar hafi verið á meðferð máls endurupptökubeiðanda fyrir Hæstarétti í máli nr. 74/2015 sem hafi haft áhrif á niðurstöðu þess. Samkvæmt því verður fallist á beiðni endurupptökubeiðanda….“
„Í kjölfar þessarar niðurstöðu hjá Mannréttindadómstól Evrópu og Endurupptökudómi og í kjölfar þess að sakamálið er aftur komið til meðferðar hjá Hæstarétti, virðist yfirvöldum þykja viðeigandi að hefja ofsóknirnar upp á nýtt með húsleit á heimili mínu, vinnustað mínum og heimili fjölskyldumeðlima ásamt fleiri aðilum,“ segir í yfirlýsingu Karls.
Þá segir Karl að útlit sé fyrir að tilgangur yfirvalda sé sá að aðstoða þrotabú hans vegna dómsmála sem það rekur nú í dómskerfinu.
„Ekki er talið nóg að þrotabúið reyni að sækja fjármuni heldur ákveður yfirvaldið að rétt sé, þegar von er á dómi á næstu dögum, að hefja sakamálarannsókn.“
Í yfirlýsingunni spyr Karl hvort tímasetningin sé tilviljun.
„Er það tilviljun að hafin sé sakamálarannsókn á grundvelli gamallar kæru nokkrum dögum fyrir dómsniðurstöðu í tengdu einkamáli? Er þörf á húsleit vegna viðskipta sem eru 8 ára gömul? Eða er kannski verið að reyna að hafa áhrif á dómara sem eru þessa dagana að kveða upp dóm? Eru mannréttindi bara sumra en ekki annarra? Hvenær sættir yfirvaldið sig við að tilefnið var ekkert og nú sé nóg komið af stöðugum inngripum inn í líf fólks?“
Karl endar yfirlýsingu sína á eftirfarandi orðum: „Eru 14 ár í ofsóknum ekki nóg?“
Úrskurður endurupptökudóms í máli Karls
Fréttin hefur verið uppfærð