Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu á loft bannaðri eldflaug í morgun í fyrsta sinn síðan árið 2017. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan hafa tilkynnt um þetta.
Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu á loft bannaðri eldflaug í morgun í fyrsta sinn síðan árið 2017. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan hafa tilkynnt um þetta.
Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu á loft bannaðri eldflaug í morgun í fyrsta sinn síðan árið 2017. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan hafa tilkynnt um þetta.
Telja japanskir embættismenn að eldflaugin hafi flogið 1.100 kílómetra en hún féll í Japanshaf eftir að hafa flogið í meira en klukkustund.
Suðurkóreski herinn brást við með því að skjóta á loft flugskeytum frá jörðu, sjó og lofti.
Eldflaugin sem um ræðir er af svokallaðri ICBM-gerð, en slíkar flaugar geta ferðast þúsundir kílómetra og gæti flaugin því fræðilega náð alla leið til Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar og kjarnorkuvopn og hafa beitt landið ströngum refsiaðgerðum í kjölfar fyrri tilrauna þess.
Margar tilraunir hafa verið gerðar með eldflaugar í Norður-Kóreu á síðustu vikum.
Langdrægar tilraunir eins og sú sem gerð var í dag hafa þó ekki sést síðan árið 2017 og ákað Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, árið 2018 að stöðva tilraunir með eldflaugar í kjölfar viðræðna við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í yfirlýsingu í dag að skot Norður-Kóreu væri brot á loforði Kims um að stöðva slíkar tilraunir.
Árið 2020 tilkynnti Kim að hann væri ekki lengur bundinn af loforðinu sem hann gerði við Trump.