Um tuttugu konur og stúlkur sem kölluðu „opnið skólana“ mótmæltu í höfuðborg Afganistan í dag vegna ákvörðunar talíbana um að loka framhaldsskólum þeirra nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru opnaði í vikunni.
Um tuttugu konur og stúlkur sem kölluðu „opnið skólana“ mótmæltu í höfuðborg Afganistan í dag vegna ákvörðunar talíbana um að loka framhaldsskólum þeirra nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru opnaði í vikunni.
Um tuttugu konur og stúlkur sem kölluðu „opnið skólana“ mótmæltu í höfuðborg Afganistan í dag vegna ákvörðunar talíbana um að loka framhaldsskólum þeirra nokkrum klukkustundum eftir að þeir voru opnaði í vikunni.
Þúsundir afganskra stúlkna höfðu flykkst í skóla sína á miðvikudag, daginn sem menntamálaráðuneytið hafði sagt að skólarnir ættu að opna á nýjan leik.
Þegar talíbanar rændu völdum var skólum lokað vegna Covid-19-heimsfaraldursins. Einungis drengjum og yngri stúlkum var leyft að hefja nám að nýju tveimur mánuðum síðar.
Nokkrum klukkustundum eftir að framhaldsskólar stúlknanna opnuðu var þeim lokað aftur.
„Opnið skólana! Réttlæti, réttlæti!“ kölluðu mótmælendurnir í dag.