Söguleg tilnefning hjónanna

Óskarsverðlaunin 2022 | 27. mars 2022

Söguleg tilnefning hjónanna

Leikarahjónin Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru tilnefnd til verðlauna á sömu hátíð. Tilnefning hjónanna er hins vegar söguleg vegna þess að þau eru fyrstu hjónin fædd utan Bandaríkjanna til að vera tilnefnd. 

Söguleg tilnefning hjónanna

Óskarsverðlaunin 2022 | 27. mars 2022

Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna …
Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. AFP

Leikarahjónin Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru tilnefnd til verðlauna á sömu hátíð. Tilnefning hjónanna er hins vegar söguleg vegna þess að þau eru fyrstu hjónin fædd utan Bandaríkjanna til að vera tilnefnd. 

Leikarahjónin Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru tilnefnd til verðlauna á sömu hátíð. Tilnefning hjónanna er hins vegar söguleg vegna þess að þau eru fyrstu hjónin fædd utan Bandaríkjanna til að vera tilnefnd. 

Cruz er tilnefnd í flokki leikkonu í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Parallel Mothers en Barden í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hltuverk sitt í kvikmyndinni Being the Ricardos. Er þetta fjórða tilnefning þeirra beggja til Óskarsverðlaunanna. 

Cruz og Bardem eru ekki eina parið sem tilnefnt er til verðlaunanna í ár. Leikkonan Kirsten Dunst og sambýlismaður hennar Jesse Plemons eru bæði tilnefnd. Hún í flokki leikkonu í aukahlutverki og hann í flokki leikara í aukahlutverki en bæði fóru þau með hlutverk í The Power of the Dog. 

Jesse Plemons og Kristen Dunst.
Jesse Plemons og Kristen Dunst. AFP
mbl.is