Söguleg tilnefning hjónanna

Óskarsverðlaunin 2022 | 27. mars 2022

Söguleg tilnefning hjónanna

Leikarahjónin Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru tilnefnd til verðlauna á sömu hátíð. Tilnefning hjónanna er hins vegar söguleg vegna þess að þau eru fyrstu hjónin fædd utan Bandaríkjanna til að vera tilnefnd. 

Söguleg tilnefning hjónanna

Óskarsverðlaunin 2022 | 27. mars 2022

Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna …
Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. AFP

Leik­ara­hjón­in Pené­lope Cruz og Javier Bar­dem eru bæði til­nefnd til Óskar­sverðlaun­anna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru til­nefnd til verðlauna á sömu hátíð. Til­nefn­ing hjón­anna er hins veg­ar sögu­leg vegna þess að þau eru fyrstu hjón­in fædd utan Banda­ríkj­anna til að vera til­nefnd. 

Leik­ara­hjón­in Pené­lope Cruz og Javier Bar­dem eru bæði til­nefnd til Óskar­sverðlaun­anna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru til­nefnd til verðlauna á sömu hátíð. Til­nefn­ing hjón­anna er hins veg­ar sögu­leg vegna þess að þau eru fyrstu hjón­in fædd utan Banda­ríkj­anna til að vera til­nefnd. 

Cruz er til­nefnd í flokki leik­konu í aðal­hlut­verki fyr­ir kvik­mynd­ina Parallel Mot­h­ers en Bar­den í flokki leik­ara í aðal­hlut­verki fyr­ir hltu­verk sitt í kvik­mynd­inni Being the Ricar­dos. Er þetta fjórða til­nefn­ing þeirra beggja til Óskar­sverðlaun­anna. 

Cruz og Bar­dem eru ekki eina parið sem til­nefnt er til verðlaun­anna í ár. Leik­kon­an Kir­sten Dunst og sam­býl­ismaður henn­ar Jesse Plemons eru bæði til­nefnd. Hún í flokki leik­konu í auka­hlut­verki og hann í flokki leik­ara í auka­hlut­verki en bæði fóru þau með hlut­verk í The Power of the Dog. 

Jesse Plemons og Kristen Dunst.
Jesse Plemons og Kristen Dunst. AFP
mbl.is