Fór í trylltustu skíðaferð lífs síns

Vetraríþróttir | 28. mars 2022

Fór í trylltustu skíðaferð lífs síns

Samfélagsmiðlastjarnan Davíð Goði Þorvarðarson skellti sér á skíðahátíðina The Ski Week í Chamoinx í Ölpunum á dögunum en það hafði verið draumur síðan árið 2019. 

Fór í trylltustu skíðaferð lífs síns

Vetraríþróttir | 28. mars 2022

Það var mikið stuð Chamoinx.
Það var mikið stuð Chamoinx. Ljósmynd/Davíð Goði

Samfélagsmiðlastjarnan Davíð Goði Þorvarðarson skellti sér á skíðahátíðina The Ski Week í Chamoinx í Ölpunum á dögunum en það hafði verið draumur síðan árið 2019. 

Samfélagsmiðlastjarnan Davíð Goði Þorvarðarson skellti sér á skíðahátíðina The Ski Week í Chamoinx í Ölpunum á dögunum en það hafði verið draumur síðan árið 2019. 

„The Ski Week er skíðahátíð sem haldin er í Ölpunum, Colorado og Japan. Á hátíðinni er mestmegnis fólk á aldrinum 20 til 40 ára og stendur hún yfir í viku eins og nafnið gefur til kynna. Á The Ski Week er full dagskrá alla daga vikunnar og eru dagskrárliðir til dæmis „Pond Skim“ þar sem er skíðað yfir tjörn, „the parade of nations“ þar sem þátttakendur skíða niður fjallið með fána síns lands og svo auðvitað aprés ski, þar sem hverjum degi er slúttað með partýi ýmist í skíðafötum eða ekki. Í stuttu máli er hátíðin skíðaferð með aukaskammt af orku og skemmtunum,“ segir Davíð þegar hann lýsir hátíðinni. 

Davíð Goði var með myndavélina með sér.
Davíð Goði var með myndavélina með sér. Ljósmynd/Davíð Goði

Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á hátíðina sem hann sá auglýsta á samfélagsmiðlum árið 2019. „Mér fannst þetta líta út eins og eitt það skemmtilegasta sem ég gæti ímyndað mér. Nokkrum vikum eftir það sannfærði ég fjóra vini um að koma með mér og hér erum við,“ segir Davíð sem grunar að hann eigi eftir að fara aftur á skíðahátíðina. 

Eru margir Íslendingar á hátíðinni?

„Það eru Íslendingar á hátíðinni og það hafa verið Íslendingar síðustu ár en hér eru líka Bandaríkjamenn, fólk frá Norðurlöndum og Vestur-Evrópu.“

Það var tekið á því í fjallinu og á djamminu.
Það var tekið á því í fjallinu og á djamminu. Ljósmynd/Davíð Goði

„Hápunktur ferðarinnar var klárlega „Pond Skim“ þar sem skíðað var yfir tjörnina. Ekki er þetta aðeins sturlaður viðburður heldur var partýið eftir á eitthvað annað skemmtilegt. Að dansa í skíðafötunum í 2500 metra hæð í glampandi sól með hljóðkerfi á við skemmtistað er eitthvað sem þú færð ekki annars staðar,“ segir Davíð. 

Eins og áður sagði fer hátíðin fram í þremur löndum og er Davíð spenntur fyrir að prófa allar hátíðarnar. 

„Eftir nokkrar vikur er svo haldin The Ski Week: Aspen, sem verður í Colorado. Það er ferð sem ég væri svo ótrúlega til í að fara í en hún verður sennilega að bíða. Kannski maður taki eitt árið og fari á allar hátíðarnar í kringum heiminn.“

View this post on Instagram

A post shared by Davíð Goði (@davidgodi)

Boðið var upp á fjölbreytta viðburði á skíðahátíðinni.
Boðið var upp á fjölbreytta viðburði á skíðahátíðinni. Ljósmynd/Davíð Goði
Það var mikið stuð.
Það var mikið stuð. Ljósmynd/Davíð Goði
Brettastuð fyrir lengra komna.
Brettastuð fyrir lengra komna. Ljósmynd/Davíð Goði
Skíðafatnaðurinn var fjölbreyttur.
Skíðafatnaðurinn var fjölbreyttur. Ljósmynd/Davíð Goði
mbl.is