Fór upp á svið og sló Rock

Óskarsverðlaunin 2022 | 28. mars 2022

Fór upp á svið og sló Rock

Nokkuð óvænt uppákoma átti sér stað á Óskarsverðlaununum þegar leikarinn Chris Rock stóð uppi á sviði. Þar ræddi hann um leikkonuna Jödu Pinkett Smith og vísaði til hennar sem „G.I. Jane“ vegna þess að hún er krúnurökuð. Þá hljóp eiginmaður hennar, leikarinn Will Smith upp á svið og löðrungaði Rock. 

Fór upp á svið og sló Rock

Óskarsverðlaunin 2022 | 28. mars 2022

Will Smith slær Chris Rock.
Will Smith slær Chris Rock. AFP

Nokkuð óvænt uppá­koma átti sér stað á Óskar­sverðlaun­un­um þegar leik­ar­inn Chris Rock stóð uppi á sviði. Þar ræddi hann um leik­kon­una Jödu Pin­kett Smith og vísaði til henn­ar sem „G.I. Jane“ vegna þess að hún er krúnurökuð. Þá hljóp eig­inmaður henn­ar, leik­ar­inn Will Smith upp á svið og löðrungaði Rock. 

Nokkuð óvænt uppá­koma átti sér stað á Óskar­sverðlaun­un­um þegar leik­ar­inn Chris Rock stóð uppi á sviði. Þar ræddi hann um leik­kon­una Jödu Pin­kett Smith og vísaði til henn­ar sem „G.I. Jane“ vegna þess að hún er krúnurökuð. Þá hljóp eig­inmaður henn­ar, leik­ar­inn Will Smith upp á svið og löðrungaði Rock. 

Hvort um skipu­lagt atriði væri að ræða er óljóst þegar þetta er skrifað. 

Pin­kett Smith hef­ur áður tjáð sig að hún hef­ur glímt við hár­missi og það sé meðal ann­ars ástæðan fyr­ir því að hún skart­ar krúnurökuðum kolli. 

Eðli­lega sló at­vikið Rock aðeins út af lag­inu í bók­staf­legri merk­ingu, en hann hló og hélt áfram. Mynd­skeið af at­vik­inu má sjá hér fyr­ir neðan.

mbl.is