Bandaríska kvikmyndaakademínan mun setja af stað formlega athugun á atvikinu sem stal sviðsljósinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt – þegar Will Smith veitti Chris Rock kinnhest.
Bandaríska kvikmyndaakademínan mun setja af stað formlega athugun á atvikinu sem stal sviðsljósinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt – þegar Will Smith veitti Chris Rock kinnhest.
Bandaríska kvikmyndaakademínan mun setja af stað formlega athugun á atvikinu sem stal sviðsljósinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt – þegar Will Smith veitti Chris Rock kinnhest.
Akademían fordæmir framferði Smith og greinir frá því í yfirlýsingu sem send var út í kvöld og bendir hún til þess að Smith gæti þurft að glíma við einhverjar afleiðingar vegna framkomu sinnar.
„Við höfum sett af stað formlega athugun á athæfinu og munum kanna mögulegar afleiðingar hennar með hliðsjón af okkar eigin reglum, meginreglum og lögum Kaliforníuríkis.“
Fram hefur komið að Rock mun ekki leita til dómstóla vegna kinnhestsins en þeir Smith þekkjast ágætlega. Stuttu eftir kinnhestinn hreppti Smith Óskarsverðlaun fyrir aðahlutverk í kvikmyndinni King Richard.